Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 39
37
^Viltu aukg oröaforöa þimj?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
1. Sýtur: sorg, barlómur, kvörtun, óhreinindi, sem setjast í tárarennsli úr
augum, kverkaskítur, eyrnamergur, eftirsjá.
2. málróf: mælgi, málarekstur, rifrildi, málsnilld, sjálfshól, orðheppni,
samræðulist.
3. búsifjar: búsáhyggjur, búrekstur, lífsbarátta, dugnaður, dugleysi,
nágrannakrytur, nábýli.
4. leikund: lauslæti, gáleysi, banakringla, ábyrðarleysi, gáski, tilhneyging
til að bregða á leik, öklaliður.
5. andakt: undrun, óbeit, viðbjóður, guðrækni, mótstaða, lotning, undir-
ferli.
6. neind: frumeindakjarni, allsleysi, algert tóm, afskaiptaleysi, eind í
frumeindakjarna, óhlaðin rafmagni, eind í frumeindakjarna, hlaðin
rafmagni, firring.
7. slöttólfur: lævís maður, klunnalegur sláni, yfirgangsseggur,
kjaftaskúmur, afskiptasamur maður, þrætugjarn maður, prakkari.
8. valmenni: iítilmenni, maður, sem hefur verið kosinn til e-s,
skjólstæðingur í, frambjóðandi, kjósandi, afreksmaður, góður,
göfuglyndur maður.
9. mæra: e-ð lítið, e-ð mikilfenglegt, lof, smjaður, orðagjálfur, smákorn,
mygla.
10. skopur: hæðni, grín, hlægilegur, eins konar tölt, hægt brokk, hratt
skeið, valhopp.
11. að læfa: að hrósa, að klæmast, að hallmæla, að káfa, að mæla með
lófanum, að spá í lófa, að dofna.
12. dánumennska: lltilmennska, vinnumennska, dánardægur, aldurtili,
lævísi, göfúglyndi, afrek.
13. að fatast e-ð: að misskilja e-ð, að skilja e-ð, að mistakast e-ð, að takast
e-ð, að torvelda e-ð, að villast af leið, að verða tvlsaga.
14. að klastra: að gera e-ð óvandlega, að verja, að klína, að gera illa við e-
ð, að rífast, að sletta, að skella.
15. drómi: doði, dá, fjötur, mók, vellíðan, lausn, úlfaldi.