Úrval - 01.01.1979, Page 40
38
ÚRVAL
Það er eðlilegt, að mannlegar verur vilji vera aðlaðandi.
En hvað geta þeir gert, sem náttúran hefur ekki verið
sérlega örlát við íþessu tillitii Og þeir eru ófáir, sem svo
er ástatt um. Þeir ættu þó ekki að örvænta, því að í
mörgum tilfellum er hægtað hjálpaþeim.
FEGURÐARSTOFNUNIN
IÐ Kalininbreiðgötu nr.
>K 25 í Moskvu er fegrunar-
sjúkrahús, sem kallað er
fegurðarstofnunin.
Hingað kemur fólk
með ýmis vandamál. Einn hefur
áhyggjur af eyrunum á sér, sem
standa út í loftið, annar af ótíma-
bærum hrukkum, þriðji af offitu. En
starfssvið stofnunarinnar nær langt út
fyrir slík tilfelli, sem ráða má bót á
flestum hverjum. Hingað kemur fólk
sem hefur afskræmst í bruna eða slysi.
Hér er barist við skalla, örum eftir
kúabólu eytt og tattóveringar
fjarlægðar. Hlutverk stofnunarinnar
er lagfæring meðfæddra útlitslýta og
lýta sem hafa hlotist af öðrum
orsökum.
Á umliðnum öldum hefur
manninum ekki tekist að sætta sig við
ellina, sem er óhjákvæmileg, og þær
útlitsbreytingar, sem henni eru
tengdar. Fegrunarsérfræðingar
stofnunarinnar hjálpa til þess að
seinka þessum breytingum. Mjög
fjölbreyttar aðferðir eru notaðar:
Nudd, últrahljóðbylgjur og nýjustu
lyf. Notaðar eru sérstakar krem-
tegundir og hörundsnæringargrímur,
sem gerð eru eftir forskriftum, sem
búnar hafa verið til á stofnuninni.
— Úr Ogonjok —