Úrval - 01.01.1979, Page 41
FEGURÐARSTOFNUNIN
39
Læknar endurnýja ferskleika og
teygjanleika hörundsins. I þeim
tilfellum, sem þess konar fegrunar-
aðferðir eru gagnslausar, eru
óæskilegarhrukkur fjarlægðar með
fegrunarskurðaðgerðum.
Stofnunin á ljósmyndaalbúm, sem
í má sjá þau kraftaverk, sem daglega
eru unnin innan veggja stofnunar-
innar. Á einni myndinni er stúlka
með óvenju langt nef, og hún starir
ólundarlega. Til hliðar er mynd af
sömu stúlku, tekin að lokinni
fegrunarskurðaðgerð. Hún er nálega
óþekkjanleg: Andlit hennar er
vingjarnlegt og glaðlegt, rétt eins og
skurðlækninum hafi ekki aðeins
tekist að breyta nefinu heldur og
eðlisfari hennar.
Sérstaklega búinn íþróttasalur er
fyrir þá, sem vilja léttast eða laga
vöxtinn. Meðferð sjúklinganna
byggist einkanlega á matarkúr,
æfingum í tækjum og á nuddi.
Venjuleg meðhöndlun gerir fólki
kleif að léttast um 10-12 kg á sex
mánuðum, að styrkja vöðvana eða
tileinka sér létt, þokkafullt göngulag.
Starfslið stofnunarinnar hefur sjálft
búið til æfingakerfí, sem hjálpar sér-
hverjum manni til þess að losna við