Úrval - 01.01.1979, Side 46

Úrval - 01.01.1979, Side 46
44 ÚRVAL þriggja til átján ára. Barnastarfið er ákaflega mikilvægur þáttur í starf- semi stofnunarinnar. Það er ekkert leyndarmál, að líkamlegir ágallar hjá þeim, sem eru minni máttar, einkan- lega hjá börnum, valda minnimáttar- tilfinningu. Þau verða ómann- blendin, viðkvæm og óörugg, eða það, sem er jafnvel enn verra, árásar- gjörn gagnvart öðrum. Ef barninu er ekki hjálpað í tíma, geta þessi einkenni mótað skapgerð þess og lunderni. Fegurðarstofnunin í Moskvu er ríkis- sjúkrahús, en viðtöl, meðferð og skurðaðgerðir þar eru ekki ókeypis líkt og er á venjulegum sjúkrahúsum. Þegar allt kemur til alls eru fegrunar- aðgerðir engan veginn alltaf lífsnauðsynlegar. Engu að síður er öll þjónusta mjög ódýr. Viðtal við lækni kostar 50 kópeka og við prófessor 2 rúblur (1 rúbla jafngildir um 420 krónum). Hver sem er hefúr efni á andlitslyftingu. Til samanburðar má nefna, að á stofnuninni kostar hún 40 rúblur en 1000-2000 dollara í Bandaríkjunum. Margt fólk tengir velgengi sína eða erfiðleika, gæfu eða ógæfu, sorgir eða gleði útliti sínu. Margar ungar stúlkur biðja til dæmis um að verða látnar líkjast þessari eða hinni kvikmynda- stjörnunni. En það er athyglisvert, að engin hefur beðið um að hún verði látin líkjast Soffíu Lóren, sem er þó tvímælalaust mjög fögur kona. Hvers vegna ekki? Soffía leikur oft konur, sem eiga erfiða og stundum sorglega æfi. Á hinn bóginn vilja ungar stúlkur, — og ekki bara þær — líkjast þeim sem er að þeirra dómi hamingjusamur. Það er að sjálfsögðu ekki á valdi fegrunarfræðinnar einnar saman að skapa hamingju. En með því að eyða útlitsgöllum gefur fegurðarstofnunin fólki á ný sálarjafnvægiogsjálfstraust. ★ Nýi bókavörðurinn ákvað að í stað þess að skrifa sjálfur nöfn barnanna, sem fengju bækur að láni, ætlaði hann að láta þau sjálf skrifa nöfnin sín á útlánsseðlana og segja þeim að þar með væru þau búin að undirrita samning, þar sem þau lofuðu að skila bókunum á réttum ríma. Fyrsti viðskiptavinurinn, átta ára snáði, leit hlessa á nýja bóka- vörðinn. Hann var með fjórar bækur, sem hann lét á borðið og ýtti í áttina að bókaverðinum, um leið og hann sagði nafnið sitt. Bókavörðurinn ýtti bókunum til baka og sagði honum að finna útlánseðlana. Með miklum erfiðismunum skrifaði drengurinn nafnið sitt á hvern seðil og rétti svo bókaverðinum þá með vanþóknun í svipnum. Áður en bókavörðurinn gat sagt nokkuð sagði hann: ,,Hinn bókavörðurinn, sem við höfðum, kunni að skrifa.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.