Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
Hér bregður höfundurinn upp skemmtilegri — dálítið
ýktri — mynd af móður sinni og hjónabandi hennar,
sem hefur staðið í 31 ár — höfundinum til nokkurrar
furðu.
MAMMA
HEFUR SlÐASTA ORÐIÐ
— Helenc Melyan —
XXrXWX EGAR ÉG VAR sjö eða
íi; átta ára rétti mamma
>k
r mér tímarit og liti og
f sagði „Hvernig líst þér á
iþvÍrT’vK'vþ að verða tískuteiknari? ’ ’
Mér fannst þetta hljóma vel.
„Teiknaðu kjól,” sagði mamma, ,,á
konuna í baðfötunum, sem líta helst
út fyrir að hafa hlaupið um leið og
þau vöknuðu. Þessa, sem hann pabbi
þenn getur ekki hætt að horfa á. ’ ’
Hlýðin klæddi ég konuna í
Helene Meylan starfa sem greinahöfundur fyrir
tímaritið The Oregonian. Sjáif segist hún vera
húsmóðir með rithöfundargrillu. I september-
hefti Orvals birtist önnur grein eftir hana:
Mamma, hvað hef ég gert vitlaust?
nýtískuleg og siðsamleg föt. Ég gerði
líka hatt og hanska í stíl. Mamma
var mjög ánægð. ,,Þetta er fallegt, en
þú þarft meiri æfingu. Taktu næst
fyrir þessa ítölsku leikkonu í trosnaða
kjólnum sem Ramondo glápti á í tvo
tlmaí gærkvöldi.”
Snemma á þeirra búskaparárum
hafði mamma komið sér upp kerfí
varðandi nafn föður míns, sem gaf til
kynna hvernig henni Iíkaði við hann í
það og það skiptið. Þegar allt var í
lagi hét hann elsku Ray. Svo dregur
ský fyrir sólu, pabbi gleymir að hrósa
steikinni og elsku, dettur framan af.
Svo versnar aðeins í því, pabbi
gleymir brúðkaupsafmælinu og hann