Úrval - 01.01.1979, Page 72
70
heima. „Sjáið þið,” sagði kannski
eitthvert þeirra, , ,nú fer ég í frakkann
og hún hleypir mér örugglega ekki
út.” Allt í lagi, hugsaði ég, þið
megið hafa mig að fífli ef þið bara
venjið ykkur á hús, — gjammaði svo
eins og vitleysingur, og þá vom þau
hin ánægðustu.
Smátt og smátt fóru þau að kunna
við sig heima — að sitja saman, fá sér
tesopa saman og spjalla saman um sín
mál. Sjálf ligg ég á teppinu hjá þeim
og skotra augunum á klukkuna. Um
ellefuleytið byrja ég að geispa á áber-
andi hátt og gelta að ljósinu, einsog
mig langi til að fara að sofa en ljósið
haldi fyrir mér vöku. Þá slökkva þau
ljósið og fara sjálf að leggja sig. Það
leið ekki langur tími þar til þetta var
orðið þeim að vana.
Nú og hvað svo?
Ég er búin að finna ágætan strák
handa stelpunni, þessari í háskól-
anum. Ég þóttist vera hrifin af bola-
bítnum hans. Við fómm að elta hvort
annað og þannig kynntust þau.
Bolabíturinn er aftur á móti alls ekki
að mínum smekk — frekur og dóna-
legur, rýkur strax á mann með
sleikingar. En ég sé að eigandi hans
gengur í augun á háskólastúlkunni
minni og þessvegna læt ég mér gott
þykja.
Hann er búinn að vera tíður gestur
í húsinu hjá okkur í nokkra mánuði.,
Það endar með brúðkaupi, hugsa ég.