Úrval - 01.01.1979, Síða 84
82
ÚRVAL
Sherlock Holmes hefði öfundað vinsamlega labrador-
hundinn, sem á stuttri ævi eignaðist feril, sem orðinn er
eins konargoðsögn.
HUNDURINN GÓÐI
í
SCOTLAND YARD
—James Stewart Gordon —
>v\;/vr/>v
✓K yi\ A\ /K
*
A
/l\ /l\
HLÝJUM júlídegi árið
1972 stóð Douglas
Shearn, lögregluforingi í
fíkniefnadeild lögregl-
unnar í London, tein-
réttur á grasflötinni á hestasýningar-
svæði Londonlögreglunnar í Thames
Ditton. Við hlið hans var , Jógi,” sjö
ára labrador sporhundur, gulur, 35
kíló að þyngd. Það var Jógi, sem átti
að taka við heiðusverðlaunum Svarta
Riddarans, gullverðlaunum, sem
Scotland Yard veitti lögregluhundi
ársins. Frú Starrit, konajames Starrit,
lögreglufulltrúa, afhenti heiðurs-
verðlaunin og sagði: „Afrek hans eru
orðin að goðsögn. Það er honum að
þakka, að náðst hefur 1 eiturlyf, sem
eru mörg þúsund sterlingspunda
virði. Þefnæmi hans hefur aldrei
brugðist. Hann hefur aldrei
brugðist.”
Shearn sté fram og tók við
verðlaunabikarnum fyrir hönd
hundsins síns. Síðan hvarf hann af
vettvangi án þess að ljóstra upp
leyndarmálinu, sem aðeins var á
vitorði hans og fjölskyldu hans, að