Úrval - 01.01.1979, Page 94
92
Það er hægt að gefa ómetanlegar gjafir, sem koma fjár-
hagnum ekkert við.
GJAFIR SEM KOSTA EKKERT
— Daniel A. Sugarman —
sálfræðikönnun voru
vír börn spurð að því hvað
tj) þeim félli best við afa og
.)£ ömmur. Ungum
börnum féll best við þá,
sem gáfu þeim hluti. En úr því að
börnin voru átta eða níu ára, kusu
þau helst afa og ömmur sem tóku
þátt í því sem þau voru að gera —
sem skemmtu sér með þeim.
Börnin skynjuðu nokkuð, sem við
fullorðna fólkið gleymum svo oft í
efniskenndum heimi okkar: Leikföng
geta verið stórkostleg og eðalsteinar
glitra árum saman. En venjulega er
gleðin, sem efniskenndar gjafír veita,
skammvin, meðan gjöf tilfínninga-
legs eðlis getur verið uppspretta
áframhaldandi hamingju og þroskað
tilfínningalífíð. Hér á eftir verður
drepið á fjórar mikilvægar gjafír sem
við getum gefíð.
Aukið sjálfsöryggi
Sem sálfræðingur veit ég að ein af
grundvallarþörfum mannsins er sú að
hann sé ánægður með sjálfan sig.
Fólk með heilbrigt sjálfsöryggi getur
tekið hlutina eins og þeir eru. Það
getur hitt aðra án þess að fara hjá sér,
og liðið vel í flestu sem skeður í
daglegu lífi. Það hlustar á aðra, en ef
það þarf að taka ákvörðun reynir það
að hlusta á sinn innri mann.
Einfaldasta leiðin til að öðlast
sjálfsöryggi er að aðrir byggi það upp.
Við getum hjálpað öðrum, til dæmis
með hrósi fyrir vel heppnað verk.