Úrval - 01.01.1979, Side 97
GJAFIR SEM KOSTA EKKERT
95
jafnvel skröltormarnir gefa við-
vörunarmerki áður en þeir slást. Ef
skröltormar gera það, hversvegna þá
ekki fólk? Ef annaðhvort okkar er í
vondu skapi látum við hitt vita af því.
Trú mér til það hjálpaði. ’ ’
í hvert skipti sem við leynum okkar
nánustu einhverju teygir það á
trúnaðinum. Það er satt, að opna sig
er ekki alltaf einfalt. En þegar við
getum ekki verið heiðarleg hvort við
annað, erum við það ekki við okkur
sjálf. Ef við getum verið áfram hrein
og sönn gefum við þeim sem í
kringum okkur eru dýrindis gjafir.
Við getum tekið undir með Walt
Whitman:
„Trúið því, ég held hvorki prédik-
anir né gef smánumi. Þegar ég gef,
gef ég sjálfan mig. ’ ’ ★
Tíminn er í rauninni eini höfuðstóllinn, sem einstaklingurinn á,
og það eina sem hann hefur ekki efni á að sóa.
Thomas Edison.
Skapandi hugsun er oft fólgin í því að betrumbæta það, sem þeg-
ar er til. Vissir þú, að það er ekki nema rúm öld, síðan hægri og
vinstri skórinn voru fundnir upp?
Bernice Fitz-Gibbon
Ef einhver segir þér að fjall hafí færst úr stað, er þér frjálst að efa
það; en ef einhver segir þér, að maður hafi breytt lunderni sxnu,
skaltu ekki trúa því.
Múhammeð.
Þegar heimskur maður gerir eitthvað, sem hann skammast sín
fyrir, kallar hann það ævinlega skyldu sína.
George Bernard Shaw
Ég uppgötvaði hina einu sönnu ást í lífi mínu þrisvar sinnum. Því
miður var eiginmönnum mínum ekki eins farið.
Ava Gardner
Þegar aðdáendurnir koma þjótandi nú til dags, er það ekki til að
fá eiginhandaráritun, heldur leita að hrukkum.
Elizabeth Taylor