Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 107

Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 107
HELJARTAK 105 Tilvonandi flóttamaður Útlitið hafði alitaf verið dökkt fyrir Andy. Þegar hann fæddist, 12. janúar 1962, töldu læknarnir hann dauðvona. Hann kom handleggjalaus í heiminn, axlir hans voru eins og hendleggirnir hefðu verið teknir af og snyrtilega saumað fyrir, svo litli búkurinn rann um greipar þeirra eins og nýfæddur selskópur. Hann hafði enga fætur, en í þeirra stað tvo hreifa — sambland af tám og sundfit — og þessir óvenjulegu limir komu út undan mjöðmum hans til beggja hliða. I vinstri augnatóftinni var aðeins stór, ófrýnileg blaðra. Nefið var flatt út; minnti helst á lítinn hnakk, sem lagður hefði verið milli kinnanna. En það var fleira en þessi vansköpun, sem gerði fæðingu Andys lítið fagnaðarefni. Hann var kanil- brúnn á hörund með svart, hrokkið hár, augljóslega af blönduðum litar- hætti. Maðurinn, sem kann að hafa verið faðir hans, neitaði að gangast við honum. Móðir hans, einstæð og óttaslegin, gat ekki hugsað sér að þurfa að sjá þetta afkvæmi sitt aftur. I sjö mánuði var Andy á spítalanum, þar sem hann fæddist. Síðan var hann fluttur á sérstakt sjúkrahús fyrir vanheil börn í Sussex. Þar dvaldi hann fyrstu sex ár ævinnar. Andy var eitt allra vanskapaðasta barnið sem hlaust af lyfjaslysinu mikla, einn af þeim hörmulega og fjölmenna hópi útlimalausra barna, sem komu í þennan heim eftir að lyfið thalidomide var sett á markaðinn. Það var þýskt lyf, sem átti að draga úr kvlða, svefnleysi, þunglyndi og morgunógleði á meðgöngutímanum. Það var talið fyllilega ömggt til notkunar ófrískum konum. En þremur og hálfu ári eftir að það var sett á markaðinn, 1961, sannaðist að faraldur hrikalega vanskapaðra barna var lyfinu að kenna, og í nóvember það ár var sala á því bönnuð. I Bretlandi einu saman voru yfir 400 fórnarlömb, sem vantaði allt frá einum fingri upp 1 alla útlimi, og stundum fylgdi heyrnar- leysi og/eða fávitaháttur. „Heimili” Andys, spítalinn, var sólríkt og málað björtum litum. En það leyndi sér ekki, að það var stofnun, þar sem mörg börn dvöldu. Þar var lítið svigrúm til að þróa hæfi- leika og smekk hvers einstakllings. Eftir því sem árunum fjölgaði, varð líflegur og viljasterkur hugur Andýs útlimaleysinu og vondum örlögum yfirsterkari. í hans augum urðu bjartir veggir spítalans fangelsis- veggir. Hann vissi, að eitthvað betra var til, og hann var staðráðinn í að eignast það. Eftir að hann var kominn í bólið á kvöldin stytti hann sér iðulega stundir með því að skipuleggja flótta sinn. Hann var stríðsfangi, og hann vék sér undan kúlnahríðinni meðan hann renndi sér niður hnýtt lökin úr kastalaklefa sínum. Hann var Andy hinn ósigrandi, leiðtogi uppreisnar- mannanna, sem kom sprengiefni fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.