Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
árekstri og nauðsynlegt reyndist að
skera hann upp hvað eftir annað til að
laga það aftur.) Eftir stríðið giftist
hann, vann fyrir sér við rafmagns-
viðgerðir, og um skeið var hann veiði-
vörður við stangaveiðiár í nágrenni
heimilis síns. Nú var hann vöru-
bísstjöri hjá gróðrarstöð T
Huntingdon. Þegar hann kynntist
Hazei var hjónaband hans komið í
óefni og hann var, eins og ævinlega,
staurblankur.
Hazel var fædd 1930 skammt frá
Peterborough, dóttir auðnuleysingja,
sem vann við múrsteinagerð þegar
hann vann. Hún ólst upp í
óupphituðum hreysum og sveitar-
stofnunum bernskustöðva sinna.
Þegar hún hætti í skóla, 14 ára að
aldri, kunni hún hvorki að lesa né
skrifa (hún lærði það með sjálfsnámi
komin undir tvítugt.)
A unglinsárunum var hún
eirðarlaus, fákunnandi, skammaðist
sín fyrir fátæktiná en þekkti þó ekkert
skárra. Eins og svo margir unglingar
var hún í leit að einhverju, sem hún
gæti trúað á, og í hennar tilfelli var
það karlmaður, sem gæti lyft henni
upp úr fjötrum fátæktarinnar og veitt
henni öryggi og eilífa ást.
Fyrst giftist hún rúmlega sextán
ára. Eftir átján mánuði eignaðist hún
dóttur, og eiginmaður hennar hvarf
með sirkusleikflokki sem staldrað
hafði við í þorpi þeirra. Hazel veiktist
alvarlega og var gripin þunglyndi.
Barnið var tekið af henni.
Annað barn eignaðist hún eftir
skyndikynni þegar hún hafði náð sér
nokkuð. Það barn var líka tekið af
henni. Hazel fannst nú öllu lokið
fyrir sér. Hún var sannfærð um að
forsjón almættisins hefði snúið baki
við henni og lagðist í óreglu og
vesöld. Andstreymi unglingsáranna
fylgdi henni fram á fullorðinsárin, og
framan af þrítugsaldrinum hraktist
hún á milli manna, illa launaðra
starfa og fylliríistúra.
Þegar hún kynntist Leonard var
hún 27 ára, fráskilin einu sinni og
ekkja öðru sinni. Hún var þybbin,
dökkhærð með gleraugu. Eitthvað
laðaði þau hvort að öðru, og þar kom
að þau trúðu hvort öðru fyrir því, hve
grátt lífíð hefði leikið þau fram til
þessa — og ekki leið á löngu þar til
þau voru orðin ástfangin hvort af
öðru.
Þegar skilnaður Leonards var
kominn í kring, gengu þau í hjóna-
band. Líf þeirra saman var ekki dans á
rósum, en þó mun betra en þau
höfðu áður kynnst, hvort í sínu lagi.
Þau ræddu endalaust um framríðina.
Ættu þau að eignast börn?
Hjónaband Leonards hafði verið
barnlaust, og hann langaði mjög til
að eignast barn með Hazel. En það
sem hún óttaðist sannaðist við
rannsókn: Vegna uppskurðar, sem
nauðsynlegt var að gera á henni
skömmu eftir að hún eignaðist seinna
barnið, var ólíklegt að hún gæti orðið
þunguð framar.
En hjúskapurinn með Leonard
hafði veitt henni nokkun sjálfstraust