Úrval - 01.03.1981, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
Maðurinn var viss um að hann gæti
heillað villidýrin í skóginum með
tónlist, svo hann fór út í skóg með
transistorviðtækið sitt. Hann fann sér
rjóður, settist, stillti útvarpið á hæsta
styrk og beið.
Eftir stundarkorn kom tígur inn í
rjóðrið og settist og hlustaði á tónlist-
ina. Svo api, snákur, fíll og flóð-
hestur. Allt í einu kom ljón á spretti,
stökk á manninn og gleypti hann.
,,Hvers vegna gerðirðu þetta?”
spurði flóðhesturinn.
,,Ha? Hvað? Talaðu hærra!” sagði
ljónið.
Ung og fögur borgarkona var í
heimsókn úti í sveit og komst í kynni
við bónda. Eitt kvöldið voru þau á
gangi úti í hagaog komu að kálfi og
kú sem neru vingjarnlega saman
grönunum. ,,Aaa,” sagði bóndinn.
„Þetta langar mig að gera líka.
,,Hvað heldur aftur af þér?”
spurði unga konan. „Þetta er þín
kýr.”
Bob Lee Newsletter
Maður nokkur ákvað að gerast munk-
ur og gekk í reglu þar sem þögn var
hin gullna regla. Hann mátti aðeins
segja tvö orð tíunda hvert ár.
Eftir tíu ár kallaði ábótinn hann
inn til sín. ,,Nú máttu segja þín tvö
orð,” sagði ábótinn. „Maturinn
kaldur,” sagði munkurinn og hvarf
aftur til klefa síns.
Aftur liðu tíu ár og þá kallaði
ábótinn manninn inn til sín. Að
þessu sinni sagði munkurinn:
„Rúmið hart.”
Enn liðu tíu ár og þá var munkur-
inn kallaður inn til ábóta. „Ég
hættur,” sagði hann. „Það kemur
mér ekki á óvart,” svaraði ábótinn.
„Síðan þú komst hingað hefurðu
ekkert gert annað en kvarta.”
„Klukkan er farin að ganga þrjú.
Heldurðu að þú ge'tir v^rið hér í alla
nótt?” kallaði faðirinn niður til unga
mannsins sem var I heimsókn hjá
dóttur hans.
„Þakka þér fyrir,” svaraði ungi
maðurinn. „Ég verð að hringja heim
og spyrja fyrst.”