Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 12

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL Avila á Mið-Spáni er um 90 kílómetra frá Madrid. Borgin hefur ekki breyst mikið síðan 1515 þegar Teresa Sanchez de Cepeda y Ahumada fæddist þar, dóttir frekar auðugs en guðhrædds óðalsbónda. Þessi miðaidaborg, reist á kletta- skaga, hefur enn sínar þröngu götur og sterkbyggð, ferköntuð húsin sem Teresa þekkti svo vel á uppvaxtar- árum sínum, en hún óx upp í stórri og líflegri f]ölskyldu. Tvítug að aldri, brúneygð og með dökka lokka, fór Teresa að heiman til þess að ganga í nunnuklaustur Endurholdgunarinnar og taka úpp lífsvenjur Karmelítanna. Guðdómlegar vísbendingar Á sínum 27 árum í klaustrinu varð hún heittrúuð. I bænum sínum varð hún vör guðdómlegrar nálægðar. Henni virtist sem hún væri ,,ávörpuð af innri röddum og að hún sæi ákveðnar sýnir’ ’. Áhrifamesta reynsla hennar á því sviði var þegar hún sá engil sem hélt á gullnu spjóti og á oddi þess glóði eldur. Hún skýrði svo frá: „Engillinn stakk þessu spjóti nokkrum sinnum mér í hjartastað. Kvalirnar sem fylgdu voru svo miklar að ég stundi við. Ef einhver heldur mig ljúga þessu bið ég til Guðs að hann veiti þeim hinum sama, í allri sinni góðsemd, samskonar reynslu.” Þeir sem fylgdust með Teresu þegar hún féll í þessi stöðugt tíðari dá sín sögðu að andlit hennar hefði verið upplýst af innri birtu og að líkami hennar hefði orðið magnlaus. Sum vitnanna sóru að þau hefðu séð Teresu lyftast frá jörðu á þessum stundum og haldast á lofti um stund. Þegar Teresa var að lýsa reynslu sinni ritaði hún: ,,Hann birtist sálinni með meiri uppljómun en sólin. Ég á ekki við að nokkur sól sjáist, eða nokkur birta. En það er ósýnilegt ljós sem lýsir upp skilning- inn . . . mjúkur hreinleiki og ljóm- andi birta sem orsakar ómælda hamingju.” Slíkar sýnir gerðu Teresu ljóst að bústaður hennar, sem hún gat komið til og farið frá að vild, virtist frekar vera sem nýtísku gistiheimili heldur en nunnuklaustur. Því ákvað hún að setja á stofn sinn eigin helgistað þar sem nokkrar trúaðar sálir gætu lifað í fátækt, við íhugun og bænir langt frá skarkala heimsins. Flestar nunnurnar í klaustri Endur- holdgunarinnar voru furðu lostnar yfir þessari hugmynd hennar. Var lífið þama ekki nógu gott handa henni? Teresa gaf þessu engan gaum. Af einstakri einbeitni stefndi hún að þessu marki sínu. Guðhrædd ekkja lagði fram talsverða fjárhæð og biskup héraðsins neyddist til að veita leyfi til stofnunar nýs nunnu- klausturs. En borgarbúar, sem stóðu nú augliti til auglitis við það að ný stofnun risi í borg þeirra, stofnun sem treysti á kærleika þeirra í sambandi við afkomu sína, tóku þetta óstinnt upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.