Úrval - 01.03.1981, Síða 14

Úrval - 01.03.1981, Síða 14
12 ÚRVAL upp til Ijóðrænnar hæðar þegar hún segir frá því hvernig sál hennar þræddi bugðótta stígina í átt að miðju kastalans, og hvernig hún að lokum náði þangað sem dýrðin er veitt: „Guð og sálin ein njóta nú nærveru hvors annars í algjörri þögn.” Þó að samtímamenn Teresu hafí lýst henni sem strangri og ákafri var það svo í raun að kímnigáfa hennar yfírgaf hana aldrei. „Nú — ég er enginn dýrlingur!” átti hún til að hrópa upp yfír sig þegar veraldleg málefni náðu of föstum tökum á henni. Þegar hún tók nýliða inn í regluna valdi hún heldur fjörlegar og ánægðar stúlkur og sagði þá gjarnan: „Það er betra að hafa engin klaustur heldur en að fylla þau af döprum nunnum.” Hún var eitt sinn spurð ráða hvernig best mætti skipuleggja nýjan heimavistarskóla fyrir stúlkur og svaraði þá: „Ég veit hvað það þýðir að hafa fjölda kvenna undir einu og sama þaki. Guð hjálpi okkur!” Hún gerði óspart grín að hroka karlkyns ráðamanna innan kirkjunnar: „Þeir fengju miklu meira áorkað á einum degi með þvf að setja ást sína á Guði ofar eigin virðuleika heldur en á tíu árum sem eytt er í viðhald á eigin valdi. ’ ’ Leiðarljós Kirkjuyfirvöld í Rómaborg heimil- uðu Teresu 1567 að setja á stofn nunnuklaustur sem voru byggð upp eftir hennar eigin fyrirmynd, en þau heyrðu samt sem áður undir gömlu regluna. Teresa steypti sér út 1 þá geysilega miklu vinnu sem þessi upp- bygging hafði í för með sér og helg- aði henni flestar stundir í þau 15 ár sem hún átti ólifuð. Við getum séð hana fyrir okkur gangandi eftir veginum í samfylgd nokkurra nunna sem mynda áttu kjarnanní klaustrinu sem stofna átti. Þó þær þyrftu að • berjast á móti ísköldum vindum hásléttunnar Sierras eða þola hitabeltissólina í Andalusiu dögum saman, ritaði ein nunnan úr hópnum: „Af Teresu stafaði stöðugur friður og glaðværð. ’ ’ Húsakynnin, sem Teresa komst yfír til þess að stofna þessi nýju klaustur sín í, voru oftast í algjörri niðurníðslu. Hún átti enga peninga, svo hún varð bara að bíða eftir ölmusum, ef ekki kom til rausnarleg gjöf frá ein- hverjum ríkum manni. Hún hélt þó venjulega áfram verki sínu áður en nægt fé hafði safnast. „Teresa og fimm dúkatar eru ekki mikið,” var hún vön að segja. „En Guð, Teresa og fímm dúkatar eru ógrynni. ’ ’ Stöðugt fleiri guðhræddar konur vildu fá að ganga í „Berfættu regluna” hennar Teresu. Karlmenn báðu einnig um inngöngu og 14 munkaklaustur voru stofnuð á meðan Teresa var enn á lífi. Fyrsti karl- umsækjandinn sem fékk inngöngu — vígsla sem Teresa sá sjálf um — var ungur og einkar efnilegur prestur, Juan de Yepes, þekktur sem Jón krossins. Hann var dulspekingur eins og Teresa, hann varð lærisveinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.