Úrval - 01.03.1981, Síða 25
..GRÓDURHÚS FYRIR SKRAUTSTEINA
23
◄
Gimsteinar „ræktaðir í gróðurhúsi" —
sindrandi fegurð framleidd af manna-
höndum.
hreint og litríkt ametyst eins og stóra
gullklumpa,” segir Anatoli
Sjaposjníkov, framkvæmdastjóri
stofnunarinnar og reyndur jarð-
fræðingur, um leið og hann opnar
öskju og sýnir mér. Gimsteinarnir
glitra og sindra á flosinu. , ,Reyndu að
þekkja náttúrusteinana frá okkar
steinum,” segirhann.
Ég reyndi eins og ég gat en sá
engan mun. Ég var strax fræddur um
að jafnvel færum sérfræðingum
hvaðan úr heiminum sem væri hefði
einnig mistekist það. Sama var að
segja um nákvæm mælitæki: Það er
einfaldlega enginn munur á náttúr-
legu ametysti og
,,Alexandrov”ametysti (Stofnunin er
í Alexandrov, sem er gömul borg í
grennd við Moskvu).
,,Það er ekkert furðulegt við það,”
útskýrir Sjaposjníkov. ,,Við búum
okkar ametyst til eftir nákvæmlega
sömu forskrift og jörðin. Af þessum
sökum kallar enginn okkar steina
gervisteina.
Ef gengið er skrefi lengra í
samlíkingunni gæti ég sagt að
vísindamönnunum hefði tekist að
gera hið ótrúlega: Að ,,temja”
skrautsteina. Vísindamennirnir —
jarðfræðingar, eðlisfræðingar, jarð-
efnafræðingar, ljósfræðingar og fram-
leiðsluverkfræðingar — fengu alla
vaxtartæknina að láni frá náttúrunni
og bættu við aðeins einni endurbót:
hraðanum. Vísindamennirnir hafa
sýnt fram á, að vexti ametysts og ann-
arra dýrmætra kristalla má stjóma
með framleiðslufæribandi. Einkaleyfí
hefur fengist á þessari sovésku
uppfinningu í Bandaríkjunum,
Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Jap-
an, Bretlandi og fleiri löndum.
Oleg Alimov, stúdent í framhaldsnámi,
mælir litróf kristalla.