Úrval - 01.03.1981, Qupperneq 33
ÞÚ GETUR HJÁLPAD BÖRNUNUM ÞÍNUM AD LÆRA
31
skrift” heim með börnunum á
tveggja vikna fresti og báðu foreldr-
ana um að nota hana. í lok ársins
hafði lestrarmeðaltalsgeta barnanna í
þessum 89 fjölskyldum batnað stór-
lega.
Heimakennsla er vaxandi skuld-
binding, ábyrgð sem heldur áfram
þótt barnið fari í skóla. Það tekur
bæði tíma og fyrirhöfn, en það er
örugg ,,fjárfesting” fyrir framtíð
barnsins þíns. ★
,,Er erfitt að mála mynd?” spurði kona nokkur Salvador Dali.
,,Nei,” svaraði listamaðurinn, ,,annaðhvort er það auðvelt eða
ómögulegt.” —AF
Það var eitt sinn bóndi sem barmaði sér árlega yfir einhverju.
Annaðhvort var of kalt eða of þurrt, of mikil rigning, kannski var
mikið af illgresi eða skorkvikindum, eða þá að markaðurinn sveik.
Það var alltaf eitthvað sem hann fann sér til.
En svo kom ár þegar veðrið var eins gott og best varð á kosið,
uppskeran afbragðsgóð og eftirspurn mikil og peningarnir streymdu
til hans.
,,Þú verður að viðurkenna að árið hefur verið gott,” sagði
kunningi hans við hann.
, Já, að mestu ieyti,” viðurkenndi bóndinn. ,,En þetta hefur verið
mikiðál^gájörðina.” —DB
Trésmiður sem ekki kunni stakt orð í frönsku ferðaðist til Parísar þar
sem hann hitti unga stúlku sem var jafnilla að sér í tungumálum og
hann og talaði aðeins sitt eigið móðurmál, frönsku. En þrátt fyrir það
áttu þau skemmtilegt kvöld saman, þau borðuðu, dönsuðu og fóru á
næturklúbb.
Þegar skemmtun þeirra var að ljúka blikkaði ungfrúin hann og
hvíslaði einhverju á frönsku. Þar sem hann sýndi engan skilning tók
hún servíettuna og teiknaði mynd af rúmi á hana.
,,Þetta er það merkilegasta sem ég hef upplifað,” sagði
trésmiðurinn síðar við kunningja sinn. ,,Hvernig gat hún vitað að ég
var húsgagnasmiður?” —KM
LOÐSKINNASPÁ
Vinur minn spáir hörðum vetri. Hann segist hafa tekið eftir því að
feldur íkornanna I garðinum þetta haustið sé óvenjuþéttur. Annar
vinur minn spáir einnig hörðum vetri. Hann segir að loðfeldur
konunnar sinnar sé orðinn mjög þunnur. — AK