Úrval - 01.03.1981, Page 54
Í2
ÚRVAL
fyrsta sinn sem Last fór út úr húsi fór
Todd með hann í smágöngutúr.
, ,Ég ætla að sýna þér gröfina hans
Washingtons,” svo leiddi hann hann
að þúfu undir mangótrjánum.
„Hann var mér góður. Á hverjum
degi las hann fyrir mig í tvo tíma eftir
hádegið. Ég er að hugsa um að setja
kross til minningar um hvenær hann
dó og líka til minningar um komu
þína. Það ergóð hugmynd.”
Þegar Last hafði verið hitalaus í sex
eða sjö daga samfleytt sagði Todd:
,,Nú held ég að þú sért nógu hress til
að líta á bækurnar.”
I öðrum enda kofans var nokkurs-
konar háaloft, pallur uppi undir þak-
skeggi. Todd reisti stiga upp við
pallinn og klifraði upp og Last fylgdi
honum eftir þótt hann væri enn
máttfarinn eftir veikindin. Todd
settist á pallinn en Last stóð efst í stig-
anum og leit í kringum sig. Þarna
voru fjölmargir pakkar vafðir með
tuskum, pálmalaufi og skinnum.
,,Það hefur verið erfítt að verja þær
fyrir ormum og maurum. Tvær eru
alveg ónýtar.”
Todd leysti utan af þeim pakka
sem næstur honum var og rétti Last
bók innbundna í kálfsskinn. Þetta var
gömul amerísk útgáfa af Bleak
House.
„Ertu hrifinn af Dickens?” spurði
Last.
„Meir en hrifínn. Þú skilur. Það
eru einu bækurnar sem ég hef heyrt.
Pabbi var vanur að lesa þær og síðan
Washington . . . og nú þú. Ég hef
heyrt þær nokkrum sinnum en ég
þreytist aldrei á þeim, það er alltaf
eitthvað nýtt í þeim, svo margskonar
persónuleikar, svo margvíslegt
umhverfí, svo mörg orð . . . Ég á allar
bækur Dickens nema þær sem maur-
arnir eyðilögðu. Það tekur langan
tíma að lesa þær allar — yfir tvö ár. ’ ’
„Jæja,” sagði Last léttilega. „Þær
duga gott betur en veru mína hér. ”
„Ég vona ekki. Það er svo gaman
að byrja upp á nýtt. I hvert skipti finn
ég eitthvað nýtt til að dást að.”
Síðar um daginn las Last fyrsta
lesturinn. Honum hafði alltaf þótt
gaman að lesa upphátt.
Gamli maðurinn sat klofvega á
hengirúminu gegnt Last og líkti eftir
hverju orði með vörunum, án þess að
.nokkurt hljóð heyrðist. Oft þegar ný
persóna kom til sögunnar sagði hann:
„Endurtaktu nafnið, ég er búinn að
gleyma honum,” eða „já já, ég man
vel eftir henni. Hún deyr, vesalings
konan.” Oft truflaði hann lesturinn
til að spyrja um persónurnar.
Að kvöldi þessa fyrsta dags sagði
gamli maðurinn: „Þú last stórkost-
lega. Það var alveg eins og hann
pabbi minn væri kominn aftur.” I
hvert skipti sem gestur hans hafði
lokið lestrinum þakkaði hann kurt-
eislega fyrir sig. „Ég hafði mjög
gaman af þessu. Þetta var ákaflega
sorglegur kafli, en ef ég man rétt þá á
þetta allt eftir að batna.
Dag nokkurn þegar Last var að
blaða í þeim hluta Bleak House sem
hann átti eftir að lesa sagði hann: „Við