Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 59
BRÚÐKAUP í ÖFUGRl RÖD
57
skrárritari. Ef svo væri ekki yrðum
við að fresta vígslunni til morguns. ’ ’
„Oghitt?” spurði ég kvíðinn.
,,Þú, faðir Neil. Þetta er nokkuð
sem mig langar að þú gerir. ’ ’
ÞAÐ TÖK MIG fímm mínútur að
manna mig upp í að ganga inn 1
Tipton-salinn.
,,Hr. Faber,” sagði ég, svo allir
gætu heyrt, ,,mér þykir fyrir þessari
seinkun. Faðir Duddleswell varð fyrir
smáóhappi.
Frú Faber, beinaber kona, móðir
brúðgumans, sagði illgirnislega, ,,en
leiðinlegt.”
Rétt í því kom faðir Duddleswell
inn með vinstri handlegg í fatla.
„Afsakið,” sagði hann mjóróma,
,,ég lenti í slysi. Hjólbarðarnir á
bílnum, skiljið þið? Skornirí strimla.
Mér þykir fyrir þ ví. ”
Samúðarhvískur barst um salinn.
Hann hét því að strax og hann hefði
snyrt sig myndi hann taka til við
hjónavígsluna, hvað svo sem honum
sjálfum liði. ,,Og á eftir,” sagði faðir
Duddleswell drýgindalega, ,,eru allir
boðnir til prestsetursins upp á
kampavín á kostnað St. Jude
kirkjunnar.” Skelmirinn dró sig síðan
í hlé við dynjandi lófaklapp, með
vinstri handlegginn 1 fatla veifandi
þeim hægri borginmannlega.