Úrval - 01.03.1981, Page 73
BERLÍN AUSTAN MÚRSINS
71
hvað myndir þú biðja?” spurði ég
hana. Við stóðum við Parísar-
torgið þegar þetta var. Aðeins
örfáa metra í burtu rís hinn
tæplega fímm metra hái
Berlínarmúr og klýfur borgina í
tvennt. Múrinn svaraði spurningu
minni á undan konunni því maður
þarf aðeins að dvelja skamma hríð í
Austur-Berlín til þess að komast að
raun um það að Berlínarmúrinn sem
stöðugt er vaktaður er í rauninni það
sem lífið snýst um þar, hann var ekki
reistur til þess að halda Vesturlanda-
búum eins og mér fyrir utan, heldur
til þess að halda fólki eins og henni
inni.
Hún svaraði að lokum: ,,Ég myndi
biðja um það sama og allir aðrir — að
fá að njóta trausts, að fá að vera frjáls
til þess að heimsækja hinn hlutann,
að fá að ferðast.” Hún laut höfði:
,,Bara að fá að vera frjáls.”
Fyrir útlendinga þá sem ferðast
eftir vegum eru aðeins þrjú hlið á 160
kílómetra löngum landamærunum
umhverfls Vestur-Berlín. Þau eru við
eftirlitsstöðvar — þar af er ein undir
eftirliti Vestur-Þjóðverja en tvær,
Bravó og Charlie, eru mannaðar af
vestrænum bandamönnum. Morgun
einn beygðum við hjónin inn í
Friedrichstræti, ókum framhjá hvít-