Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 77
BERLÍN AUSTAN MÚRSINS
allir notfæra sér það. Þar geta þeir séð
inn i heim þar sem fólk segir það sem
það lystir án þess að þurfa að óttast
refsingu, ferþangað sem því sýnist án
þess að biðja leyfts; og þar sem
göturnar eru bókstaflega hlaðnar
bílum hlýtur það að liggja í hlutarins
eðli að Vestur-Þjóðverjar þurfa ekki að
biða í 6 ár eftir því að fá bíl afgreidd-
an.
Múrinn hefur skilað sínu ætlunar-
verki — flótti er fátíður — en
óánægjuröddum fer fjölgandi.
Þúsundir venjulegra borgara hafa sótt
um leyfi til þess að flytjast vestur fyrir
Múrinn. Þótt þeir eigi á hættu alvar-
legar afleiðingar og eigi litla sem
enga möguleika á að fá samþykki
ríkisins fyrir brottflutningi hafa þeir
gefið út yfirlýsingu um það hvernig
75
þeim þykir forysta landsins, á þann
eina hátt sem þeim var mögulegur.
Því er það svo að á meðan leik-
húsin og veitingahúsin iða af mann-
lífi og það stirnir á endurbyggða borg-
ina í vetrarsólskininu er hinn almenni
Austur-Berlínarbúi dapur og þung-
búinn. Kort yfir borg hans sýnir
aðeins hvítt tóm vestan Múrsins.
Hann getur litið á hið fræga veraldar-
úr á Alexandertorgi og séð hvað
tímanum líður í einstökum borgum
úti um heim — borgum sem hann
mun aldrei fá tækifæri til þess að
heimsækja. Hann veit að ákvarðana-
takan sem hvað mest áhrif hefur á líf
hans fer fram í Moskvu. Það eru
400.000 sovéskir hermenn á austur-
þýskri grund til þess að tryggja hlýðni
Austur-Þjóðverja. ★
,,Svo þú vilt fá skilnað frá manninum þínum af því hann er svo lítið
heima,” sagði dómarinn.
,,Rétt,” svaraði konan, ,,hann hefur ekki sést t þrjú ár.” — GH
Tveir rússneskir verkamenn ræddu möguleikana á því að vinna í
Síberíu. Þeim hafði verið sagt að laun og allar aðstæður væru góðar.
Samt sem áður ákváðu þeir að annar skyldi fara á undan til að kanna
aðstæður. Ivan átti svo að skrifa Boris, sem heima var, hvernig lífíð
þar væri í raun og veru. Ef hann notaði blátt blek til skriftanna var
allt í lagi en ef hann notaði rautt blek voru annmarkar á ferðinni.
Nokkrum vikum síðar fékk Boris bréf, skrifað með bláu bleki,
hann reif það upp og las af áhuga: ,,Hér eru allar aðstæður góðar,
stórmarkaðirnir hafa allar vörur. I sannleika get ég keypt miklu fleira
hér heldur en í Moskvu. Það eina sem ekki virðist fást hérna er rautt
blek.
— TH