Úrval - 01.03.1981, Side 81
Á GARÐSÖLU SELST ALLT
79
,,Þú hefur verðlagt hann á tvær
krónur. Hann er að minnsta kosti sex
króna virði.”
Hún sagði að eini tilgangurinn
með garðsölu væri að losna við drasl.
,,Já,” sagði ég, ,,en það er óþarfi
að gefaþað.”
,,Eg skal setja á hann tvær og
fimmtíu,” sagði hún. Hún
bað mig að verðleggja
bækurnar. Ég varð því
að fara í gegnum
hundrað bækur,
sóðalegar af tíu ára
ryklagi, ofan af háa-
lofti. Áður en verkinu
var lokið hringdi
síminn. Maggí
vildi fá að vita
hver það var.
,,Mac langaði
að skreppa
hingað og fá
sér bjór,”
sagði ég.
,,Ég sagði
honum að ég
væri önnum
kafinn við að
flokka sóðalegar bækur.”
,,Já,” sagðihún.
, ,Hann sagðist koma strax.
Þegar Maggí sagði drengjunum frá
garðsölunni voru þeír jafnhrifnir og
ef þeir ættu að fara í píanótíma.
Þeirra framlag var: þrjú púsluspil í
einum kassa, poki af gömlum
vasaljósarafhlöðum og byssubelti úr
gerviefni sem hafði legið alian
veturinn úti undir runnunum.
Ég sagði þeim að ég skildi ekki
hvernig þeir ætluðu að hagnast á
þessu. Roy horfði á Sammy og
Sammy horfði á Roy. Báðir iitu svo á
mig. ,,Megum við eiga pen-
ingana?”
,,Þetta er ykkar dót,”
sagði ég.
Sú stund sem allir
amerískir foreldrar
iifa einhverntíma
er að sjá í
fyrsta sinn
kapitalistaglampa í augum barnanna
sinna, hún kemur við mann.
Til allrar hamingju gat Maggí
stöðvað þá áður en þeir tæmdu
herbergið sitt alveg.
Dagana sem við ætluðum að nota
fyrir garðsöluna var veðurútlit
ótryggt. Það var kyrrstæð lægð