Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 90
88
ég að best væri að við færum aftur til
mannanna. Þá langar að vita hvað til
stendur. Ég ætla að fara með þetta
kort og skýra þetta fyrir þeim. ’ ’ Hann
þagnaði og bætti svo við, ðfram-
færinn: ,,Þá langar nefnilega að
vita.” Svo stóðu yfírmennirnir þrír
upp og fóru út. Menn þeirra voru í
bragganum. Tötrakafteinríinn og
lautinantarnir hans gengu yfír götuna
í skerandi hvítu sólskininu og inn í
braggann og lokuðu á eftir sér. Þeir
voru lengi inni og lögðu áætlunina
fyrir mennina 40.
Ventotene
3. desember 1943
Sjóherinn kom saman í hafi í
rökkurbyrjun og mundaði fylkingu
og lagði af stað á fyrirfram
ákveðnum hraða til að koma til eyjar-
innar Ventotene þegar tunglið gengi
undir. Ætlunin var að ná eynni á sitt
vald og taka þýsku radarstöðina sem
þarna var. Tunglið var nærri fullt og
það var ekki æskilegt að þeir á eynni
vissu hvaða liðsafli væri annars vegar,
svo ekki átti að reyna árásina fyrr en
algert myrkur kæmi. Flotinn dreifðist
í fylkingu og færðist hægt yfír kyrran
hafflötinn.
Fallhlífarhermennirnir sem áttu að
gera árásina sátu á þilfarinu á tundur-
spillinum í hópum og horfðu á
tunglið. Það var eins og þeim væri
dálítið órótt. Þegar búið var að þjálfa
þá til að falla af himnum ofan voru
þeir settir á sjó fyrir fyrstu átökin.
ÚRVAL
Kannski þótti þeiin þetta hneykslan-
legt.
Það var loftárás meðfram allri ítölsku
strandlengjunni. Af hafi mátti sjá eld-
sprengjurnar svífa niður og síðan
sprengingarnar og kastljósin neðan af
jörðu dálítið til hægri. En ströndin
hafði sem sagt öðrum hnöppum að
hneppa en fylgjast með litla sjóhers-
flotanum sem stefndi í norður.
Tímaáætlanirnar stóðust
nákvæmlega. Tunglið var logarautt
áður en það settist og rétt er það
settist bar háa eyna eins og bólu við
rauðgulan hlemminn. Um leið og
það var horfíð var svo dimmt að tveir
menn sem stóðu með axlirnar saman
sáu ekki hvor annan. Eyjan var
almyrkvuð. Hún hafði verið almyrkv-
uð í þrjú ár. Þegar fylking sjóhersins
hafði tekið sér stöðu skreið smábátur
með sterkan hátalara upp að strönd-
inni. 500 metra undan landi var
hátalaranum beint að landi og hræði-
leg rödd bergmálaði tilkynninguna:
„ítalir,” sagði hún. ,,Nú verðið
þið að gefast upp. Við erum komnir
með ofurefli liðs. Þýskir bandamenn
ykkar hafa snúið við ykkur baki. Þið
fáið 15 mínútur til að gefast upp.
Sýnið þrjú hvít ljós til merkis um
uppgjöf. Eftir 15 mínútur hefjum við
skotárás. Þetta verður endurtekið.”
■— Tilkynningin var endurtekin — ,,.
. . þrjú hvít ljós til merkis um
uppgjöf. ’ ’ Svo var nóttin hljóð.
Uppi í brúnni á tundurspillinum
pírðu yfirmennirnir augum út í
myrkrið í átt að eynni. Úti við borð-