Úrval - 01.03.1981, Side 97

Úrval - 01.03.1981, Side 97
TÖTRALIÐ T) Loks gerðist það, snöggt og eðli- lega. Hann var að fara fram hjá urðar- bálki þegar djúp rödd hrópaði skipun til hans. Þarna voru þrír Þjóðverjar, unglegir menn, og þeir beindu riffl- um sínum að kvið hans. Hann nam staðar og starði á þá og þeir störðu á móti. Honum flaug í hug hvort hann væri eins stóreygur og þeir. Þeir hikuðu, en þá kallaði hás rödd að ofan. Þjóðverjarnir stóðu upp og litu snöggt niður hæðina. Svo héldu þeir fjórir áfram. Lautinantinum fannst þetta hálffáránlegt, eins og þeir væru fjórir litlir strákar sem ætluðu að gera áhlaup á eldiviðarskúrinn hans Connors. Það var líka bjánalegt að vera með baðhandklæði á priki. Nú, hvað með það, hugsaði hann, ef þeir fella mig ná strákarnir okkar minnsta kosti þessum þremur. í huganum sá hann hjálmklædda Ameríkanana fylgjast með göngu þeirra fjór- menninganna gegnum sjónaukana á rifflunum. Framundan var lítil, hvít stein- bygging, en Þjóðverjar voru of slóttugir til að vera í henni. Bak við bygginguna var upphafið á skotgröf sem lá niður í holu sem var eins og sprengjugígur. Þrtr yfrrmenn stóðu andspænis honum í holunni. Þeir voru í rykblá- um einkennisbúningum með háu og fallegu húfurnar frá Luftwaffe með silfurörnum og hakakrossum. Þetta vom rafeindaverkfræðingar, hlaðmenn fyrir þýska flugherinn. Þeir stóðu þegjandi fyrir framan hann og hann var svo þurr í kverkunum að stundar- korn gat hann ekkert sagt. Honum fannst hann eindregið vera við grænt borð; Þjóðverjarnir voru með þrjár tvennur og lautínantinn tvær þrennur. Hann vissi um allt sem hann hafði á hendi. Hann vonaði bara að þeir renndu ekki grun í það, því hann hafði ekki nema þessar tvær þrennur. Der Oberleutnant virti hann grandgæfilega fyrir sér og sagði ekkert. ,,Talið þið ensku?” spurði lautín- antinn. ,Já.” Lautínantinn dró djúpt andann og romsaði upp því sem hann hafði þulið með sjálfúm sér. ,,Eg flyt kveðju frá ofurstanum, herra minn. Ég hef skipun um að krefjast þess að þið gefist upp. Eftir 20 mínútur munu skipin koma að og hefja skothríð nema þau fái boð um annað eftir uppgjöf ykkar.” Hann tók eftir því að Oberleutnantinn leit ósjálfrátt í átt til sjávar. Lautinantinn sagði skilið við formlegu ræðuna, eins og hann hafði hugsað sér. ,,Til hvers væri það?” sagði hann. ,,Við myndum bara drepa ykkur alla. Við erum með 600 menn á eynni og strákana á skipunum klæjar í fmgurna að skjóta á ykkur. Til hvers væri það? Þið mynduð drepa nokkra okkar og við myndum drepa ykkur alla. Væri ekki betra að þið staflið bara upp vopnunum og komið niður? Der Oberleutnant starði í augun á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.