Úrval - 01.03.1981, Side 97
TÖTRALIÐ
T)
Loks gerðist það, snöggt og eðli-
lega. Hann var að fara fram hjá urðar-
bálki þegar djúp rödd hrópaði skipun
til hans. Þarna voru þrír Þjóðverjar,
unglegir menn, og þeir beindu riffl-
um sínum að kvið hans. Hann nam
staðar og starði á þá og þeir störðu á
móti. Honum flaug í hug hvort hann
væri eins stóreygur og þeir. Þeir
hikuðu, en þá kallaði hás rödd að
ofan. Þjóðverjarnir stóðu upp og litu
snöggt niður hæðina. Svo héldu þeir
fjórir áfram. Lautinantinum fannst
þetta hálffáránlegt, eins og þeir væru
fjórir litlir strákar sem ætluðu að gera
áhlaup á eldiviðarskúrinn hans
Connors. Það var líka bjánalegt að
vera með baðhandklæði á priki. Nú,
hvað með það, hugsaði hann, ef þeir
fella mig ná strákarnir okkar minnsta
kosti þessum þremur. í huganum sá
hann hjálmklædda Ameríkanana
fylgjast með göngu þeirra fjór-
menninganna gegnum sjónaukana á
rifflunum.
Framundan var lítil, hvít stein-
bygging, en Þjóðverjar voru of
slóttugir til að vera í henni. Bak við
bygginguna var upphafið á skotgröf
sem lá niður í holu sem var eins og
sprengjugígur.
Þrtr yfrrmenn stóðu andspænis
honum í holunni. Þeir voru í rykblá-
um einkennisbúningum með háu og
fallegu húfurnar frá Luftwaffe með
silfurörnum og hakakrossum. Þetta
vom rafeindaverkfræðingar, hlaðmenn
fyrir þýska flugherinn. Þeir stóðu
þegjandi fyrir framan hann og hann
var svo þurr í kverkunum að stundar-
korn gat hann ekkert sagt. Honum
fannst hann eindregið vera við grænt
borð; Þjóðverjarnir voru með þrjár
tvennur og lautínantinn tvær
þrennur. Hann vissi um allt sem
hann hafði á hendi. Hann vonaði
bara að þeir renndu ekki grun í það,
því hann hafði ekki nema þessar tvær
þrennur.
Der Oberleutnant virti hann
grandgæfilega fyrir sér og sagði
ekkert.
,,Talið þið ensku?” spurði lautín-
antinn.
,Já.”
Lautínantinn dró djúpt andann og
romsaði upp því sem hann hafði þulið
með sjálfúm sér. ,,Eg flyt kveðju frá
ofurstanum, herra minn. Ég hef
skipun um að krefjast þess að þið
gefist upp. Eftir 20 mínútur munu
skipin koma að og hefja skothríð
nema þau fái boð um annað eftir
uppgjöf ykkar.” Hann tók eftir því
að Oberleutnantinn leit ósjálfrátt í átt
til sjávar. Lautinantinn sagði skilið
við formlegu ræðuna, eins og hann
hafði hugsað sér. ,,Til hvers væri
það?” sagði hann. ,,Við myndum
bara drepa ykkur alla. Við erum með
600 menn á eynni og strákana á
skipunum klæjar í fmgurna að skjóta
á ykkur. Til hvers væri það? Þið
mynduð drepa nokkra okkar og við
myndum drepa ykkur alla. Væri ekki
betra að þið staflið bara upp
vopnunum og komið niður?
Der Oberleutnant starði í augun á