Úrval - 01.03.1981, Side 99

Úrval - 01.03.1981, Side 99
TÖTRALID 97 sígarettu en var svo skjálfhentur að það ætlaði ekki að takast. „Stórkostlegt afrek,” sagði kafteinninn. ,,En hvað eigum við að gera við þá?” ,,Koma skipin ekki afturí nótt?” ,,Eg vona það, en setjum svo að þau geri það ekki. Við getum ekki leyft neinum að sofa fyrr en við höfum losað okkur við þessa piltunga.” Einn fallhlífarhermannanna kom til þeirra. „Þýsku yfirmennirnir eru að verða vitlausir,” sagði hann. „Þeir vilja fá að hitta yfirliðsforingjann, herra.” Kafteinninn stóð upp. „Það er eins gott þú komir með mér,” sagði hann. „Hve marga menn sagðirðu þeim að við hefðum?” „Sex hundruð,” sagði lautín- antinn. „Og ég man ekki hvað mörg skip undan landi.” Kafteinninn hló. „Einu sinni heyrði ég um kaftein sem lét 15 menn ganga í röð umhverfis hús hring eftir hring svo þeir sýndust vera fjölmennt lið. Við ættum kannski að gera það við okkar fjörutíu.” Við dyrnar að klefa þýsku yfir- mannanna tók kafteinninn upp skammbyssu sfna og rétti einum varð- mannanna. „Hafðu dyrnar opnar og hafðu ekki augun af okkur. Ef ein- hver verður eitthvað tortryggilegur, skjóttu hann þá.” ,Já, herra,” sagði varðmaðurinn og opnaði þungar klefadyrnar. Þjóðverjarnir stóðu við gluggann með rimlunum fyrir og horfðu niður á mannauðar göturnar í litla þorpinu. Þeir sáu tvo einmanalega varðmenn framan við húsið. Þýski Oberleutnantinn sneri sér við þegar kafteinninn kom inn. „Ég krefst þess að fá að ræða við ofurstann,” sagði hann. Kafteinninn kyngdi. „Um — er - ofurstann? He - hann er upptekinn.” Lengi starði þýski yfírmaðurinn í augu kafteinsins. Loks sagði hann: „Þú ert yfirliðsforinginn, er það ekki?” „Jú, það er rétt,” svaraði kafteinn- inn. „Hve marga menn hefurðu?” „Við svörum ekki spurningum,” svaraði kafteinninn stuttlega. Það var harður gremjusvipur á andliti Þjóðverjans. Hann sagði: „Ég held þú hafir enga sex hundruð menn. Ég held þú hafír kannski rúm- lega 30 menn.” Kafteinninn kinkaði hátfðlega kolli. Hann sagði: „Við höfum komið fyrir sprengjum í þessu húsi. Ef nokkur vandræði verða — nokkur minnstu vandræði — látum við ykkur alla hvína til andskotans.” Hann sneri til dyra. „Það verður bráðlega farið með ykkur út í skip,” sagði hann um öxl. Á leiðinni niður stigana spurði lautínantinn: „Hefurðu í alvöru látið setja sprengjurí húsið?” Kafteinninn leit á hann og kímdi. „Höfum við í alvöru 600 menn?”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.