Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
,,Þá er enginn ykkar eiginmaður
handa mér, ’ ’ sagði stúlkan.
Allt í einu gekk fram laglegur,
ungur maður í grófgerðum klæðum
fátæklings. Hann hneigði sig djúpt
fyrir hinni fögru Meftuk.
,,Hvað? Æskir þú að kvænast
dóttur minni?” spurði faðirinn háðs-
lega. ,,Við sjáum, að þú ert fátækur.
En hvar eru auðæfi þín ? ”
Ég ber auðæfí mín alltaf með
mér,” svaraði ungi maðurinn léttur
að bragði og dró upp úr vasa sínum
nál, hamar og sleif. ,,Ég er góður
skraddari og ég get búið til miklu
miklu fínni viðhafnarklæði heldur en
þú ert í. Ég er smiður góður og get
járnað alla hestana í hjörðinni þinni.
Þá er ég góður matreiðslumaður og
get búið til svo góðan mat, að enginn
drottnari í heimi hefur bragðað
annan eins. Auðæfi mín felast í
kunnáttu minni, í höndum
mínum.”
,,Loksins kom rétti brúðguminn?”
hrópaði Meftuk. ,,Hann er sá rétti,
faðir minn. Hendur, sem geta unnið
svo margt, eru meira virði en
úlfaldar, málaliðar og dýrir steinar.
Slíkar hendur eru gulls ígildi.”
Og hún giftist honum. ★
Það eina sem þú getur lært af því að glápa á sjónvarpið fram eftir
öllum kvöldum er að fara fyrr í rúmið. SK
Prófessor í þjóðfélagsfræði við háskólann í San Antonio var dag einn
að ræða um breytta tíma við einn nemanda sinn: ,,Sonur, ef þú
hefði^ mætt í tíma hjá mér fyrir fimmtán árum, klæddur eins og þú
ert 'núna, hefði ég hent þér út.” Svo hikaði hann andartak.
„Reyndar einnig ef þú hefðir komið í tíma til mín eins og ég er
klæddur núna.” —HV
Góðar fréttir: í Detroit hefur verið fundinn upp bíll sem kemst 100
km á fjórum lítrum.
Slæmar fréttir: Hann gengur fyrir kaffi. — EE
Kennari í gagnfræðaskóla var að tala um kynþroska karlmanna:
,,Samkvæmt nýjustu rannsóknum hugsar unglingurinn að meðaltali
um hitt kynið sautjándu hverja mínútu. ’ ’
í því hringdi skólabjallan. Á leiðinni út sagði einn drengjanna við
annan. „Hugsum um hitt kynið sautjándu hverja mínútu. Væ, því er
erfítt að trúa!”
„Svona er það nú samt,” svaraði hinn. ,,Hvað hugsarðu um hinar
sextán?” —JR