Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 109

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 109
ÓDUR TIL SCHUBERTS 107 nýjasta listræna sköpunarverk sitt, með hreykni elskandi móður?” Dauði Beethovens í mars 1827 virðist hafa haft djúp sálræn áhrif á Schubert. Þó þeir væru nágrannar er næsta líklegt að vegna feimni Schuberts hafi þessi tvö tónskáld aldrei skipst á orðum. Það er þó vitað með vissu að Beethoven fékk í kringum 60 söngva eftir Schubert að gjöf þegar hann lá banaleguna. Þegar hann heyrði að til væru 500 söngvar í viðbót, hrópaði hann upp yfir sig: „Þessi Schubert hefur svo sannarlega í sér guðdómlegan neista!” Við útför Beethovens bar Schubert blys og á táknrænan hátt slökkti hann logann með því að drepa blysinu á jörð, þegar kistan var látin síga í gröfina. Schubert samþykkti fyrsta opin- bera flutninginn á verkum sínum, þegar eitt ár var liðið frá andláti Beethovens. Tónleikarnir voru haldnir í tónleikahöll hins virta Vínartónlistarfélags, (Musikverein), og þar ávann Schubert sér mestu viðurkenningu sem hann til þessa hafði fengið og þar að auki hagnaðist hann þokkalega. Sigur hans stóð samt sem áður hörmulega stutt. Heilsa Schuberts hafði verið léleg síðan hann var aðeins hálfþrítugur, og þetta haust fékk hann taugaveiki. Hann var rúmliggjandi á heimili bróður síns, Ferdinands, og barðist af miklu hugrekki við að leiðrétta uppkast sitt að söngvasyrp- unni miklu, Vetrarferðin. ,,Nú er mér öllum lokið,” stundi hann snemma dags 19- nóvember 1828. Örfáum mínútum síðar var hann látinn. Fjölskylda hans lét jarðsetja hann 1 Vínarkirkjugarðinum Wahring, eins nærri jarðneskum leifum átrúnaðargoðs hans, Beet- hovens, og mögulegt var. Grafskrift Schuberts, samin af vini hans ljóðskáldinu Franz Grillparzer, sagði svo réttilega, að tónlistin hefði misst mikinn gimstein og fyrirheit sem hefðu verið enn meiri. Aðallega vegna framtaks vina Schuberts var mikið af tónverkum hans geflð út á prenti að honum látnum, þó að áratugir hafi liðið áður en heildarverk hans komu út í einni bók. Stórkostlegur fundur Næstum 40 árum eftir dauða Schuberts fóru breski tónlistar- fræðingurinn George Grove og tónskáldið Arthur Sullivan til Vínar- borgar til þess að fara í gegnum rykfallna skjalabunka tónlistarútgef- anda, sem þeir grunuðu um að eiga handrit eftir Schubert, sem hann vissi ekki um — handrit sem Schubert hafði verið neitað um útgáfu á og höfðu síðan gleymst. Og viti menn, þeir fundu handrit að 1., 2., 3., 4. og 6. sinfóníu Schuberts, ásamt óperu, fjölda lítilla tónverka og næstum 60 söngvum. Þó klukkan væri tvö að nóttu til, voru fræðimennirnir svo frá sér numdir af gleði, að þeir þutu út á götu og fóru í höfrungahlaup. Sá fúndur sem þó snertir okkur ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.