Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 109
ÓDUR TIL SCHUBERTS
107
nýjasta listræna sköpunarverk sitt,
með hreykni elskandi móður?”
Dauði Beethovens í mars 1827
virðist hafa haft djúp sálræn áhrif á
Schubert. Þó þeir væru nágrannar er
næsta líklegt að vegna feimni
Schuberts hafi þessi tvö tónskáld
aldrei skipst á orðum. Það er þó vitað
með vissu að Beethoven fékk í
kringum 60 söngva eftir Schubert að
gjöf þegar hann lá banaleguna. Þegar
hann heyrði að til væru 500 söngvar í
viðbót, hrópaði hann upp yfir sig:
„Þessi Schubert hefur svo sannarlega
í sér guðdómlegan neista!” Við útför
Beethovens bar Schubert blys og á
táknrænan hátt slökkti hann logann
með því að drepa blysinu á jörð,
þegar kistan var látin síga í gröfina.
Schubert samþykkti fyrsta opin-
bera flutninginn á verkum sínum,
þegar eitt ár var liðið frá andláti
Beethovens. Tónleikarnir voru
haldnir í tónleikahöll hins virta
Vínartónlistarfélags, (Musikverein),
og þar ávann Schubert sér mestu
viðurkenningu sem hann til þessa
hafði fengið og þar að auki hagnaðist
hann þokkalega.
Sigur hans stóð samt sem áður
hörmulega stutt. Heilsa Schuberts
hafði verið léleg síðan hann var aðeins
hálfþrítugur, og þetta haust fékk hann
taugaveiki. Hann var rúmliggjandi á
heimili bróður síns, Ferdinands, og
barðist af miklu hugrekki við að
leiðrétta uppkast sitt að söngvasyrp-
unni miklu, Vetrarferðin. ,,Nú er
mér öllum lokið,” stundi hann
snemma dags 19- nóvember 1828.
Örfáum mínútum síðar var hann
látinn. Fjölskylda hans lét jarðsetja
hann 1 Vínarkirkjugarðinum
Wahring, eins nærri jarðneskum
leifum átrúnaðargoðs hans, Beet-
hovens, og mögulegt var.
Grafskrift Schuberts, samin af vini
hans ljóðskáldinu Franz Grillparzer,
sagði svo réttilega, að tónlistin hefði
misst mikinn gimstein og fyrirheit
sem hefðu verið enn meiri. Aðallega
vegna framtaks vina Schuberts var
mikið af tónverkum hans geflð út á
prenti að honum látnum, þó að
áratugir hafi liðið áður en heildarverk
hans komu út í einni bók.
Stórkostlegur fundur
Næstum 40 árum eftir dauða
Schuberts fóru breski tónlistar-
fræðingurinn George Grove og
tónskáldið Arthur Sullivan til Vínar-
borgar til þess að fara í gegnum
rykfallna skjalabunka tónlistarútgef-
anda, sem þeir grunuðu um að eiga
handrit eftir Schubert, sem hann vissi
ekki um — handrit sem Schubert
hafði verið neitað um útgáfu á og
höfðu síðan gleymst.
Og viti menn, þeir fundu handrit
að 1., 2., 3., 4. og 6. sinfóníu
Schuberts, ásamt óperu, fjölda lítilla
tónverka og næstum 60 söngvum. Þó
klukkan væri tvö að nóttu til, voru
fræðimennirnir svo frá sér numdir af
gleði, að þeir þutu út á götu og fóru í
höfrungahlaup.
Sá fúndur sem þó snertir okkur ef