Úrval - 01.05.1981, Side 92
90
ÚRVAL
Lampo skilar sér,” sagði ég um leið
og ég steig upp í lestina.
„Skal gert,” sagði merkjamaðurinn
um leið og hann gaf lestarstjóranum
merki um að leggja af stað.
Ég var ekki í góðu skapi þetta
kvöld. Þegar Mirna spurði um
hundinn reyndi ég að skipta um
umræðuefni.
Ég var enn í baðherberginu næsta
morgun. þegar ég heyrði Minu segja:
„Niður með þig, Lampo. Þú veist að
ég vil ekki hafa þig uppi í
stólunum!”
Ég hentist fram í eldhús með
munninn fullan af tannkremi og
reyndi að koma út úr mér orðunum:
„Hvenær kom hann? Hve lengi er
hann búinn að vera hér?
„Síðan klukkan átta eins og
venjulega,” svaraði Mina. „Hann
stóð við útidyrnar og beið eftir
Mirnu. Hvað er svo skrýtið við það ? ’ ’
„Það sem er skrýtið við það er að
vinur vor fór í gær í lest guð veit
hvert,” svaraði ég illskulega. „Og ég
veit ekki hvernig í fjandanum þú
rambaðir til baka,” bætti ég við og
benti á hann með tannburstaskaft-
inu. Hann beygði sig alveg niður að
gólfi og reyndi að gera sig lítinn og
gaut augunum óttasleginn upp til
mín. Um leið dillaði hann skottinu
ofur varlega upp og niður, eins og
hann væri að bankaí gólfið.
Ég átti frí þennan dag og af því
veðrið var svo gott ákváðum við að
skreppa í ökuferð. Lampo stóð
álengdar fjær og horfði hundslega til
mín. Það leyndi sér ekki að honum
fannst hann þurfa að gera yfírbót, að
hann langaði sárlega að koma sér í
mjúkinn hjá mér aftur.
„Jæja þá, þorparinn þinn,
hoppaðu upp í,” sagði ég, opnaði
bíldyrnar og hneigði mig kurteislega.
Hann lét ekki segja sér það tvisvar. í
einu stökki var hann kominn upp í
bíl, upp í kjöltu konu minnar og
dóttur.
„Mér þætti gaman að vita hvert
hann hefur farið með hraðlest-
inni,” sagði Mina.
„Það hef ég ekki hugmynd um,”
svaraði ég. „Ég veit það eitt að
strákarnir sögðu að hann hefði komið
til Campiglia klukkan 7.30 með
hæggengri lest og stokkið beint upp í
lestina til Piombino. ’ ’
Fæddurflakkari
Síminn hringdi í miðasölunni hjá
mér. „Hundurinn þinn hefur verið
hér í Civitavecchia síðan í morgun,”
sagði rödd. „Eigum við að senda
hann til baka með næstu lest? ’ ’
„Það er óþarfi, þakka þér fyrir.
Hann tekur lest heim aftur þegar það
dettur í hann. Þar að auki,” bætti ég
við og hló, „er hann ekki fyrir að láta
hjálpa sér.”
Þegar hér var komið sögu leið
ekki sá dagur að ekki bærust fréttir af
Lampo á einni stöð eða annarri. Mér
hefði ekki komið á óvart þótt sést
hefði til hans sprangandi um norður-
pólinn. Því Lampo hafði algerlega