Úrval - 01.05.1981, Page 92

Úrval - 01.05.1981, Page 92
90 ÚRVAL Lampo skilar sér,” sagði ég um leið og ég steig upp í lestina. „Skal gert,” sagði merkjamaðurinn um leið og hann gaf lestarstjóranum merki um að leggja af stað. Ég var ekki í góðu skapi þetta kvöld. Þegar Mirna spurði um hundinn reyndi ég að skipta um umræðuefni. Ég var enn í baðherberginu næsta morgun. þegar ég heyrði Minu segja: „Niður með þig, Lampo. Þú veist að ég vil ekki hafa þig uppi í stólunum!” Ég hentist fram í eldhús með munninn fullan af tannkremi og reyndi að koma út úr mér orðunum: „Hvenær kom hann? Hve lengi er hann búinn að vera hér? „Síðan klukkan átta eins og venjulega,” svaraði Mina. „Hann stóð við útidyrnar og beið eftir Mirnu. Hvað er svo skrýtið við það ? ’ ’ „Það sem er skrýtið við það er að vinur vor fór í gær í lest guð veit hvert,” svaraði ég illskulega. „Og ég veit ekki hvernig í fjandanum þú rambaðir til baka,” bætti ég við og benti á hann með tannburstaskaft- inu. Hann beygði sig alveg niður að gólfi og reyndi að gera sig lítinn og gaut augunum óttasleginn upp til mín. Um leið dillaði hann skottinu ofur varlega upp og niður, eins og hann væri að bankaí gólfið. Ég átti frí þennan dag og af því veðrið var svo gott ákváðum við að skreppa í ökuferð. Lampo stóð álengdar fjær og horfði hundslega til mín. Það leyndi sér ekki að honum fannst hann þurfa að gera yfírbót, að hann langaði sárlega að koma sér í mjúkinn hjá mér aftur. „Jæja þá, þorparinn þinn, hoppaðu upp í,” sagði ég, opnaði bíldyrnar og hneigði mig kurteislega. Hann lét ekki segja sér það tvisvar. í einu stökki var hann kominn upp í bíl, upp í kjöltu konu minnar og dóttur. „Mér þætti gaman að vita hvert hann hefur farið með hraðlest- inni,” sagði Mina. „Það hef ég ekki hugmynd um,” svaraði ég. „Ég veit það eitt að strákarnir sögðu að hann hefði komið til Campiglia klukkan 7.30 með hæggengri lest og stokkið beint upp í lestina til Piombino. ’ ’ Fæddurflakkari Síminn hringdi í miðasölunni hjá mér. „Hundurinn þinn hefur verið hér í Civitavecchia síðan í morgun,” sagði rödd. „Eigum við að senda hann til baka með næstu lest? ’ ’ „Það er óþarfi, þakka þér fyrir. Hann tekur lest heim aftur þegar það dettur í hann. Þar að auki,” bætti ég við og hló, „er hann ekki fyrir að láta hjálpa sér.” Þegar hér var komið sögu leið ekki sá dagur að ekki bærust fréttir af Lampo á einni stöð eða annarri. Mér hefði ekki komið á óvart þótt sést hefði til hans sprangandi um norður- pólinn. Því Lampo hafði algerlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.