Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
uðurinn eða innrásarmaðurinn rekið
guðsdýrkendurna af þessum helga
stað? Það er heldur ósennilegt. Enda
þótt aztekarnir, sem voru mikil stríðs-
þjóð, legðu þetta land undir sig á 15.
öld tókst þeim aldrei að yfirbuga
zapotekana eða mixtekana og afkom-
endur þeirra lifa enn þann dag í dag í
dalnum.
Vel getur verið að leyndardóm-
urinn sé ekki í því fólginn hvers vegna
Monte Albán og aðrar stórborgir Mið-
Ameríku, með öllum sínum glæstu
byggingum og dýrgripum, liðu undir
iok heldur hvernig þær hafa staðið
svona lengi og náð svona langt. Því
hefur verið haldið fram nú að undan-
förnu að þessi borgarsamfélög í
Ameríku, fyrstu borgir heimsálf-
unnar, hafi dafnað svo vel vegna þess
að tiltölulega lítill hluti íbúanna nýtti
landið að nokkru ráði og umfram-i
orka fólksins fór í að reisa þessi stór-
fenglegu minnismerki.
Þjóð sem lifir vel fjölgar samt
sem áður. Ný stétt rís upp, áhuga-
samari um að sinna eigin þörfum
heldur en að bera mat, vatn og
byggingarefni upp á nakinn fjalls-
tind. Til hvers? Til þess að sýna
lotningu guðum sem ekki geta komið
í veg fyrir þurrka, flóð eða uppskeru-
brest? Þess vegna slæðist fólkið í
burtu smátt og smátt. Eftir því sem
aldirnar liðu féll Monte Albán hægt
og hægt í dá.
En var það svo í raun og veru?
Andi fjallsins leitar á okkur enn þann
dag í dag, þessi hrynjandi grasivöxnu
risamannvirki sem bera vott um
dirfsku mannsandans. I sumum
gröfum zapoteka fann Caso hluti sem
þar höfðu verið grafnir fyrir aðeins' 50
árum. Marcus C. Winter, yfirmaður
fornleifadeildarinnar við Oaxacahér-
aðssafnið, segir að fyrir komi að hann
sjái hópa indíána sniglast upp eftir
Monte Albán fótgangandi til þess að
votta hinum látnu virðingu sína á
þessum helga stað, svo nærri himn-
inum.
Hjúskaparráðgjafí, sem var ráðgefandi fyrir daufdumba, veitti því
athygli að þegar daufdumbir notuðu merkjamál lyftu þeir höndun-
um nokkuð hátt og eftir því sem þeir voru ákafari eða lá meira á
hjarta því hærra héldu þeir höndunum.
Kona nokkur, sem var að ræða við eiginmann sinn á merkjamáli,
lyfti höndunum mjög hátt. Eiginmaðurinn reyndi að róa hana en
hreyfingarnar með höndunum urðu alltaf hærri og hærri.
Að lokum tók hann um hendur hennar og dró þær niður um leið
og hann sagði við hana á merkjamáli: „Talaðu ekki svona hátt. Ég er
ekki blindur.”