Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
Synir mínir voru orðnir nokkuð
einráðir. Þegar þeir komu sér fyrir í
bílnum var það bara Felix sem
sýndi áhuga. Luke sætti sig við þetta.
Ben var í uppreisnarhug. Til að halda
hátíðlegan „sigur” pabbans yfir
þvermóðsku sonanna setti ég upp
stóran, úr sér genginn stráhatt.
Strákarnir andmæltu og lokuðu
augunum. En Joan, konan mín,
brosti, hún hlakkaði til svalans í
Mona Vale og til að sjá Söru busla í
sjónum.
Klukkan var orðin hálfsjö þegar við
komum til strandarinnar. Nokkrar
hræður, aðallega börn, voru enn að
synda og nokkrir voru á brimbrettum
spölkorn í burtu. Við sáum engin
merki þess að þarna væri nokkurt
eftirlit með ströndinni eða sundverð-
ir.
Meðan Joan slakaði á í sandinum
og ég lék mér við Söru í polli milli
klettanna komu strákarnir sér burt.
Þeir syntu langt út með ströndinni til
að sanna öðrum baðgestum að þeir
væru ekki í félagsskap foreldra sinna
og sjósettu svo brimbrettið sem þeir
áttu í félagi. Ben og Luke voru
slyngir sundmenn. Það var nokkuð
síðan ég gafst upp á að þylja yfir þeim
varnarorð um að halda sig innan
merktra flagga á sundsvæðinu, hafa
gát á straumnum og undiröldu og fara
ekki of langt út. Þessa dagana talaði
ég um líkamshreysti. Ég sagði þeim
að sá háttur þeirra að liggja í sandin-
um og spenna vöðvana fyrir vinstúlk-
ur sínar yki ekki á sundþol þeirra.
Þegar eldri strákarnir komust að
því að öldurnar voru ómögulegar
leyfðu þeir Felix að fá brettið. Þeir
settust ólundarlegir upp í sandinn og
biðu þess að fá að fara heim. Á
meðan skemmtu þeir sér yfir
árangurslausum tilraunum bróður
þeirra til að hemja brimbrettið. Þeir
voru búnir að steingleyma því að á
sama aldri var þetta einnig þeirra
vandamál. Felix var rétt byrjaður að
spreyta sig við brimbretti og varð að
hleypa 1 sig kjarki til að leggja í
öldurnar.
Frá mínum bæjardyrum séð var
þetta ákjósanlegur endir á jóladegi.
Dóttir mín buslaði ánægð í pollinum;
eldri drengirnir voru rólegir og
ánægðir þrátt fyrir þolinmæðina sem
þeir urðu að sýna; Felix var að fá
sjálfstraust á brettinu. Sólin var
appelsínulit kúla sem blindaði augu
okkar og sendi langa, furðulega
skugga inn á ströndina. Ekki langt frá
okkur voru tveir menn á mínum
aldri, í kringum fertugt, og fjögur
börn á aldrinum 8_til 12 ára að vaða
og steypa sér inn í öldufaldinn sem
gekk upp á ströndina.
Umhverfið var næstum fullkomin
póstkortsmynd frá jóladegi í Ástralíu.
Ég skildi Söru eftir hjá mömmu
sinni og stökk út í æðandi ölduna,
síðasta sprett áður en við héldum
heim. Hinum megin við ölduna kom
ég auga á mennina tvo með börnin
fjögur. Þau voru í hnapp, eitthvað var
öðruvísi en það átti að vera. Ég fylltist