Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
læknir, hefur ekki fylgt eftir
rannsóknum hans á þessu máli fram
að þessu en þó hefur málið ekki alveg
verið látið niður falla. Edward N.
Brandt Jr., aðstoðarheilbrigðismála-
ráðherra, og Joanne Luoto, sem er
deildarstjóri yfír þeirri deiid heii-
brigðisráðuneytisins sem fer með
mál varðandi reykingar og heilbrigði,
bæði læknar, hafa fylgt í fótspor
Richmonds og reynt að hefja
samningaviðræður við sígarettuframleið-
endur. Horace Kornegay, forstöðumað-
ur The Tobacco Institute, og Stanley
Temko frá Covington og Burling, sem
báðir em lögfræðingar, hafa verið ráðnir
til þess af sex helstu tóbaksfýrirtækjun-
um að koma fram fyrir þeirra hönd.
Kornegay og Temko hafa
nokkrum sinnum mætt til fundar
með Brandt og Luoto og hafa lagt
fram tiliögur um að birtur verði listi
yfír aukaefni sem notuð eru í banda-
rískar sígarettur. En áætlanir fram-
leiðendanna eru flóknar og ætlað að
koma í veg fyrir að framleiðsluleynd-
armál fyrirtækjanna komist í hámæli.
Framleiðendurnir óttast að lög um
upplýsingaskyldu geti átt eftir að
verða til þess að stjórnvöld neyðist til
að birta þær upplýsingar sem tóbaks-
framleiðendur veita þeim í trúnaði.
Samt sem áður virðist þetta vera
upphafið á því sem koma skal. Við
skulum vona að stjórnvöld láti ekki
aftra sér frá að komast að svo þýðingar-
miklum upplýsingum sem varða
heilsu yfír 50 milljón Bandaríkja-
manna (auk annarra sem reykja
bandarískar sígarettur — innsk.
þýðanda). Richmond læknir sagði í
bréfi sínu til framleiðendanna í
nóvember 1980: ,,Ef efnin, sem
notuð eru, eru ekki hættuleg, hvort
sem um skammvinna eða langvarandi
notkun er að ræða, ætti það að fá að
koma fram í dagsljósið. Ef hætta
stafar af efnunum ætti ekki að nota
þau.
,,Margir eru kallaðir en fáir útvaldir,” gætu verið einkunnarorð
sem leikstjórar í Hollywood ættu að hafa yfír dyrum slnum.
Áhugasamur ungur maður fékk frávísun hvað eftir annað hjá sama
kvikmvndafyrirtækinu. Örvæntingarfullur, en samt ákveðinn, gerði
hann lokatilraun. Er hann hitti einn ieikstjórann sagði hann við
hann: ,,Nú er síðasta tækifæri fyrir ykkur til að láta mig hafa hlut-
verk. Það hafa mörg félög áhuga á mér.
,,Mörg félög,” át leikstjórinn upp eftir honum með vaxandi
áhuga. ,,Hvaða?”
,,Já,” svaraði leikarinn alvarlegur, ,,símafélagið, rafmagns- og gas-
félagið, mjólkurfélagið. . .”
Þá hló leikstjórinn og gaf unga manninum tækifæri.