Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 25
RISINN GÖTHE
23
og „Singspiele” (söngleiki) Mozarts.
Hann sá um æfíngar, stjórn, leik-
mynd og lék jafnvel aðalhlutverkið í
einu leikrita sinna og var í essinu sínu
í þessu öllu. En ef eitthvað fór úr-
skeiðis gat hann orðið öskureiður.
,,Ekki hlæja,” öskraði hann eitt
sinn úr stúkunni sinni þegar áhorf-
endur flissuðu á sýningu á lélegu leik-
riti.
Þegar Göthe var 57 ára kvæntist
hann Christiane Vulpius, léttúðugri
konu, en hélt þó tryggð við hana í 18
ár. Þau eignuðust soninn August.
Göthe lifði þau bæði.
Síðustu ár ævinnar dvaldi Göthe í
ágætu húsi sem hertoginn gaf hon-
um. Þar hafði hann málverkin sín,
grasa- og dýrafræðisafn sitt, steina-
safn, sjaldgæfa peninga og bækur.
Mestu andans menn aldarinnar heim-
sóttu hann, svo sem Beethoven,
Napóleon og Heine. Á unga aldri var
hann grannur en fítnaði með aldrin-
um. Á gamals aldri grenntist hann
síðan aftur. Höfðinglegt fas hans leið
fyrir það hvað hann var stuttfættur en
vegna þess sýndist hann hærri en
hann var. Hann var myndarlegur með
hátt enni, beint nef, munnfríður og
arnfrátt augnaráðið fór ekki fram hjá
neinum sem hitti hann. Göthe ólgaði
af lífsorku, hann var fyndinn r orð-
ræðum og virðulegur eins og hæfði
yfirburða gáfumanni. Hann vann til
æviloka, klæddur hvítum morgun-
sloppi og skrifaði með fjaðrapenna.
Miklir hæfileikar
Hvernig getur einn maður verið
jafnmargslunginn? Göthe sagði eitt
sinn: ,,Sumt fólk gengur í huganum
á sjö mílna skóm og kemst jafnlangt t
tveim skrefum og venjulegt fólk á
einum degi. ’ ’ Það er enginn vafi á því
að einbeiting Göthes var gífurleg. En
hann hafði vit á að temja hugarflug
sitt. Hann forðaðist stórborgir en
settist þess í stað að t Weimar þar sem
umhverfið var mannlegt. I góðviðr-
inu þar blómstraði andi hans.
Skömmu fyrir dauða sinn fór hann
með tvö barnabörn sín upp í fjalla-
kofa sem hann hafði gist 51 ári áður
og sýndi þeim ljóð sem hann hafði
krotað á vegg.
Það er kyrrð í hæðunum.
Golan bærir varla limið í trjátoppun-
um.
Fuglasöngurinn er þagnaður.
Hafðu biðlund, nógu fljótt leggstu
sjálfur
til hvíldar.
Hann dó sitjandi t hægindastól í
svefnherberginu sínu. Ottilie,
tengdadóttir hans, sem þá var orðin
ekkja, var hjá honum. Þetta gerðist
22. mars. Vorið var í nánd. Síðustu
orð hans í þessu lífi voru, að sagt er:
,,Meiri birtu.” +