Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 53
MONTE ALBÁN — BORG GUÐANNA
51
risið musteri, verið lagðar stéttir — og
neðanjarðar lágu göng sem prestarnir
gátu annaðhvort horfið inn í eða
komið skyndilega út úr og birst
mannfjöldanum sem var kominn til
þess að tilbiðja guðina. I miðjunni
var Torgið mikla en umhverfis það
stóðu píramídarnir og alls konar
stallar.
Svo gerðist það sama hjá zapot-
ekunum og öllum öðrum menningar-
þjóðum fyrr og síðar, það tók að halla
undan fæti fyrir þeim. Þeir hættu að
byggja og síðan yfirgáfu þeir algjör-
lega borg guðanna. Nýtt og harð-
snúnara fólk kom í þeirra stað, mix-
tekarnir, sem fluttust í dalinn og
annað glæsitímabil Monte Albán
rann upp og tilheyrði þeim.
Myndskreytingar-
tímabilið
Skýjafólkið hafði lrtinn áhuga á
byggingarlist, skorti hugsjónaeld
zapotekanna. En engin þjóð frá því
fyrir daga Kólumbusar jafnaðist á við
það á sviði gullsmíða og skartgripa-
gerðar. Mixteki gat unnið nætur og
daga að því að sverfa niður jaðestein
svo varla sást nokkur munur lengi vel,
þar til í lokin varð til meistaralega vel
gerður skartgripur. Alfonso Caso
fann bikar í sjöundu gröfinni sem
búinn var til úr kristalsteini sem er
eitt af hörðustu efnum sem þekkist.
Þrátt fyrir það var bikarinn aðeins
hálfur cm á þykkt. Nákvæmnisverk
sem þetta hefði verið nógu erfitt fyrir
nútímasteinsmið með öllum þeim
tækjum sem hann hefur yfir að ráða,
svo ekki sé talað um hvílíkt verk það
hefur verið fyrir hinn óþekkta
mixteka sem tókst að vinna það með
sínum einföldu steinverkfærum.
Mixtekarnir höfðu viðkomu á
Monte Albán í nokkur hundruð ár og
þar grófu þeir listaverk sín og hina
látnu t gröfum zapotekanna. I lokin,
þegar þeim hefur kannski verið orðið
ljóst að ríki þeirra yrði ekki eilíft,
tóku þeir að semja lög, skráðu bækur
á dádýrsskinn sem teiknaðar voru í
myndir og nákvæmar lýsingar skráðar
ár fyrir ár af sögu mixtekanna.
Það gengur kraftaverki næst að
þessar bækur skuli hafa varðveist.
Caso tókst að ráða hinar mynd-
skreyttu sögur og þegar hann hafði
stillt saman dagatal mixtekanna og
okkar eigið gat hann rakið söguna
aftur til ársins 692 eftir Krist. Hann
fann einnig helstu stjórnendur mix-
tekanna, sá virtasti hafði verið stríðs-
konungurinn Átta dádýr sem fæddur
var árið 1011 og dó 1063. Hann háði
margar orrustur og kvæntist nokkrum
sinnum áður en óvinir hans fórnuðu
honum á altari guðanna.
Lifandi rústir
Þegar Spánverjar komu til nýja
heimsins voru það aðeins þeir látnu
sem byggðu borg guðanna og reyndar
fáeinir lifandi ofstækistrúarmenn að
auki. Hvers vegna? Hafði Skýjafólkið
þurrkast út í farsótt eða hafði það
látið lífið í einhverjum náttúruham-
förum? Hafði einhver landkönn-