Úrval - 01.11.1982, Side 101

Úrval - 01.11.1982, Side 101
HVER MYRTINAPQLEON? Bourbona, hefði skipað leigumorð- ingja að drepa Napóleon með einum stórum eiturskammti. Menn hefði örugglega grunað að um eiturbyrlun væri að ræða og við krufningu með tilliti til þess hefði arseník komið í Ijós. ímyndið ykkur hverju Bour- bonar hefðu átt von á þegar fréttirnar bárust til Frakklands. Ekki er ólíklegt að það hefði leitt til almennrar byltingar undir stjórn gamalla Napóleonista sem ef til vill hefði bundið enda á veldi Bourbona að eilífu. Það skipti öllu máli fyrir þá að eitrunin væri svo hæg að ekki yrði betur séð en Napóleon dæi eðlilegum dauðdaga. Hæg eitrun þjónaði einnig þeim tilgangi að Napóleon hefði að öllu leyti hægt um sig. Þar við bættist að vernda þurfti morðingjann sjálfan. Ekki hefði ég viljað vera í Longwood ef uppgötvast hefði að ég hefði eitrað fyrir keisarann. Ég tel engan vafa á því að hann hefði verið riflnn í tætlur af tryggum fylgismönnum Napóleons í stað þess að sigla burtu óáreittur. Netið lokast Forshufvud var nú tilbúinn að af- hjúpa morðingjann. Hann hafði þeg- ar strikað yfir þá af lista hinna grun- uðu sem ekki bjuggu í Longwood, því þótt þeir hefðu getað eitrað fyrir allt heimilisliðið hefðu þeir ekki haft að- stöðu til að beina árás sinni að Napó- leoni einum. Þar með voru allir Eng- lendingar út úr myndinni, sömuleiðis Bertrand. Forshufvud strikaði líka yfir 99 þá sem ekki voru með keisaranum allan útlegðartímann því hárin höfðu sannað að Napóleoni var byrlað eitur öll þau fimm og hálft ár sem hann var á St. Helenu. Þar með hreinsuðust nöfn þeirra Las Cases, Gourgauds, O’Meara, Albine de Montholon, Cipriani og Antommarchis. Arseníki var alltaf byrlað í mat eða drykk. Pierron, brytinn, var allan ttmann í Longwood. Hann hefði auðveldlega getað eitrað fyrir Napó- leon, en ekki Napóleon einan, að dómi Forshufvuds. Pierron stjórnaði matargerðinni en þjónar báru matinn fram. Napóleon tók ekki við mat úr höndum annarra. Pierron gat engan veginn vitað hvaða skammtur yrði borinn fyrir Napóleon. En hvað þá um þjónana þrjá: Marchand, Saint-Denis og Noverr- az? Hinir tveir síðarnefndu hljóta að vera stikkfrí því þeir báru matinn ekki fram nema sjaldan. Og Noverraz lá veikur í eitt skiptið sem Napóleoni var gefíð arseník. Þá eru aðeins eftir tveir grunaðir: Montholon og Marchand — tveir tryggustu fylgismenn Napóleons. Það var kaldhæðnislegt en líka mjög eðli- legt: aðeins þeir sem mest snerust í kringum hann gátu haft svo stöðugan aðgang að honum sem nauðsynlegt var til að fullkomna verkið. Forshufvud rannsakaði fortíð beggja hinna grunuðu og síðari feril, einkum með það að leiðarljósi hvers vegna hvor um sig fór til St. Helenu. Marchand hafði þjónað Napóleoni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.