Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 84

Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 84
82 ÚRVAL þar að lútandi um leið og hann var farinn frá eynni. Þrem dögum seinna, 9- maí 1821, var Napóleon jarðsettur í dal á St. Helenu og átján dögum síðar hélt fylgdarlið hans af stað til Englands. 25. júlí, 59- dag í hafi, komu þeir aðilar er sjá áttu um framkvæmd erfðaskrár Napóleons saman á fund. Þetta voru þeir Louis Marchand, Henri-Gratien Bertrand greifi, fyrrum stórmarskálkur í höll Napóleons, og Charles-Tristan de Montholon greifí. Montholon og Bertrand voru einu liðsforingjarnir sem verið höfðu með Napóleoni allan útlegðartímann. Þessi erfíðu ár höfðu þeir barist um hylli hans. Síðustu mánuðina hafði Montholon, glæsi- legur og fágaður hástéttarmaður, haft yfírhöndina yfír hinum hljóðláta og hlédræga Bertrand, þótt Bertrand hefði verið miklu lengur í þjónustu Napóleons. Nú þegar erfðaskráin var opnuð kom í ljós að auk þess að skilgreina hvernig dreifa ætti eigum Napóleons var hún vopn í hendur almennings- álitinu: ,,Ég dey fyrir aldur fram,” skrifaði Napóleon, „myrtur af enskum stjórnvöldum og leigu- morðingjum þeirra. Þegar útlagarnir komu til heima- lands síns fundu þeir að Frakkland var hljóðlátt. Lítið var hægt að segja opinberlega um Napóleon og örlög hans undir stjórnvaldi Bourbona sem sett höfðu Lúðvík XVIII aftur á konungsstól. Það voru ekki nema sex ár síðan Napóleon kom aftur úr fyrri útlegð sinni á eynni Elbu og varpaði Bourbonum fyrirhafnarlaust af veldisstóli. Það gat gerst aftur hvenær sem var meðan hann var á lífí. Meðan hann var í útlegð á St. Helenu voru Bourbonar sífellt að leita að byltingaráformum meðal Bónaparta en þau voru yfirleitt ekki til nema í ímyndun Bourbona. Louis Marchand settist að í borg- inni Auxerre. Sem yfírþjónn keisar- ans átti hann enn ýmislegt óunnið fyrir húsbónda sinn. I kofforti hans var hárið sem rakað var af höfði Napóleons að honum látnum. Mar- chand gekk frá lokkum af þessu hári í gullnistum sem hann sendi ýmsum aðilum úr röðum Bónaparta. Til þess að vera viss um að rétt hár færi í nistin vann hann allt þetta verk heima hjá sér. Einum lokknum hélt hann sjálfur og í fyllingu tímans gekk þessi lokkur að erfðum til dóttur Marchands ásamt óbirtum endurminningum hans. Ný sönnun Hafnarborgin Gautaborg í Svíþjóð liggur að Kattegat þar sem leiðir liggja yfír til Danmerkur og megin- lands Evrópu. I jaðri borgarinnar bjó Sten Forshufvud, hávaxinn, grannur, ljóshærður tannlæknir, rúmlega fimmtugur haustið 1955. Tannlækn- ingar voru atvinna hans, líffræðirann- sóknir áhugamál. Hann hafði líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.