Úrval - 01.11.1982, Síða 84
82
ÚRVAL
þar að lútandi um leið og hann var
farinn frá eynni.
Þrem dögum seinna, 9- maí 1821,
var Napóleon jarðsettur í dal á St.
Helenu og átján dögum síðar hélt
fylgdarlið hans af stað til Englands.
25. júlí, 59- dag í hafi, komu þeir
aðilar er sjá áttu um framkvæmd
erfðaskrár Napóleons saman á fund.
Þetta voru þeir Louis Marchand,
Henri-Gratien Bertrand greifi,
fyrrum stórmarskálkur í höll
Napóleons, og Charles-Tristan de
Montholon greifí. Montholon og
Bertrand voru einu liðsforingjarnir
sem verið höfðu með Napóleoni allan
útlegðartímann. Þessi erfíðu ár höfðu
þeir barist um hylli hans. Síðustu
mánuðina hafði Montholon, glæsi-
legur og fágaður hástéttarmaður, haft
yfírhöndina yfír hinum hljóðláta og
hlédræga Bertrand, þótt Bertrand
hefði verið miklu lengur í þjónustu
Napóleons.
Nú þegar erfðaskráin var opnuð
kom í ljós að auk þess að skilgreina
hvernig dreifa ætti eigum Napóleons
var hún vopn í hendur almennings-
álitinu: ,,Ég dey fyrir aldur fram,”
skrifaði Napóleon, „myrtur af
enskum stjórnvöldum og leigu-
morðingjum þeirra.
Þegar útlagarnir komu til heima-
lands síns fundu þeir að Frakkland
var hljóðlátt. Lítið var hægt að segja
opinberlega um Napóleon og örlög
hans undir stjórnvaldi Bourbona sem
sett höfðu Lúðvík XVIII aftur á
konungsstól. Það voru ekki nema sex
ár síðan Napóleon kom aftur úr fyrri
útlegð sinni á eynni Elbu og varpaði
Bourbonum fyrirhafnarlaust af
veldisstóli. Það gat gerst aftur hvenær
sem var meðan hann var á lífí. Meðan
hann var í útlegð á St. Helenu voru
Bourbonar sífellt að leita að
byltingaráformum meðal Bónaparta
en þau voru yfirleitt ekki til nema í
ímyndun Bourbona.
Louis Marchand settist að í borg-
inni Auxerre. Sem yfírþjónn keisar-
ans átti hann enn ýmislegt óunnið
fyrir húsbónda sinn. I kofforti hans
var hárið sem rakað var af höfði
Napóleons að honum látnum. Mar-
chand gekk frá lokkum af þessu hári í
gullnistum sem hann sendi ýmsum
aðilum úr röðum Bónaparta. Til þess
að vera viss um að rétt hár færi í nistin
vann hann allt þetta verk heima hjá
sér.
Einum lokknum hélt hann sjálfur
og í fyllingu tímans gekk þessi lokkur
að erfðum til dóttur Marchands
ásamt óbirtum endurminningum
hans.
Ný sönnun
Hafnarborgin Gautaborg í Svíþjóð
liggur að Kattegat þar sem leiðir
liggja yfír til Danmerkur og megin-
lands Evrópu. I jaðri borgarinnar bjó
Sten Forshufvud, hávaxinn, grannur,
ljóshærður tannlæknir, rúmlega
fimmtugur haustið 1955. Tannlækn-
ingar voru atvinna hans, líffræðirann-
sóknir áhugamál. Hann hafði líka