Úrval - 01.11.1982, Page 86
84
ÚRVAL
honum af hans eigin rannsóknum á
eiturefnum. Gac verið að Napóleoni
hefði verið byrlað eitur? Það gat þá
varla hafa verið með einum ban-
vænum skammti. Vísbendingar um
það hefðu áreiðanlega komið fram
annaðhvort við krufninguna eða í frá-
sögnum viðstaddra af síðustu stund-
unum. En gat hugsast að þarna
hefði verið hæg eitrun á ferðinni sem
náði yfir mánuði eða jafnvel ár,
endurteknir smáskammtar af eitri —
sem á þessum tíma var langlíklegast
arseník?
Mynstrið fór að skýrast. Svefnsýki
og svefnleysi á víxl, þrútnir fætur,
allsherjar magnleysi, stækkuð lifur,
ailt þetta taldi Forshufvud einkenni á
sígengri arseníkeitrun.
Arseník var sérstaklega algengt i
Frakklandi fyrir daga Napóleons. Þá
fékk það viðurnefnið ,,erfðaduftið”
af því að það var svo oft notað til að
flýta fyrir erfðum. Það er lyktarlaust
og nær bragðlaust og auðvelt að koma
því í nærri hvaða mat eða drykk sem
er án þess að vart verði við. En það var
líka hægt með síendurteknum smá-
skömmtum að fyrirfara fórnar-
lambinu smátt og smátt, á mánuðum
eða árum.
Kosturinn við að velja seinvirku
aðferðina var sá að það var ekki fyrr
en talsvert eftir daga Napóleons að
hægt var að greina sígenga (hægvirka)
arseníkeitrun vegna þess að einkenn-
in eru svo lík ýmsum algengum kvill-
um. Ef ákveðin lyf — sérstaklega
uppsöluvínsteinn (tartar emetic) og
kvikasilfursklóríð (calomel) — voru
notuð samhliða arseníki, var líklegt
að bani myndi hljótast af án þess að
nokkurt arseník fyndist í maga
fórnarlambsins þótt það væri krufið.
Þar sem læknat Napóleonstímans
gáfu þessi tvö lyf við næstum öllum
umkvörtunum taldi Forshufvud
mögulegt fyrir morðingjann að láta
lækninn um að binda endahnútinn á
ódæðið — sem mátti þá telja hinn
fullkomna glæp. Og ljóst var að
Napóleoni hafði bæði verið gefinn
uppsöluvínsteinn og kvikasilfurs-
klóríð þessasíðustu ævidaga.
Kenningin um arseníkeitrun svar-
aði mörgum áleitnum spurningum
um fráfall Napóleons. Það sem var
athugavert við algengustu
kenninguna um dauða Napóleons —
að hann hefði látist af magakrabba —
var að fórnarlömb krabbameins
horast eftir því sem meinið ágerist.
En Napóleon fitnaði og fitnaði nánast
fram á banadægur. Offita er einmitt
algeng með hægri arseníkeitrun.
Forshufvud sagði engum nema
konu sinni frá þessari kenningu og
lagði svo málið til hliðar. Þetta var,
þegar öllu var á botninn hvolft, ekki
hans sérgrein. Þar að auki hlaut þetta
að liggja öðrum í augum uppi.
, ,Þetta hljóta allir sjúkdómafræðingar
og eiturfræðingar að sjá,” sagði
hann.
Lífsglaður keisari
Portúgalir fundu St. Helenu 1502.
Á nítjándu öld var hún í eigu breska