Úrval - 01.11.1982, Side 16

Úrval - 01.11.1982, Side 16
14 ÚRVAL inn ofanjarðar var ekki í sambandi, samkvæmt hans eigin fyrirmælum. Heyrn hans í hellinum varð skarpari með hverjum degi. í neðanjarðar- hvelfingu í grennd við hann drupu 10 til 15 dropar af vatni daglega af kristöllunum T loftinu. Fyrst heyrði hann ekki til þeirra. Eftir viku heyrði hann greinilega er droparnir féllu á hellisgólfið. Lokadaga tilraunarinnar vakti þetta hljóð hann af svefni eins og byssuskot. Sú tilfínning gerðist æ áleitnari að fengi hann að sjásólina, dagsbirtuna, þó ekki væri nema öðru hvoru, myndi honum finnast bærilegra að þola einveruna. Er hann renndi niður rennilásnum á svefnpokanum sínum þegar hann vaknaði, uppgötvaði hann að ljós barst til hans I gegnum tjaldið. I fyrsta skipti sem þetta bar við skreið hann upp úr svefn- pokanum og reif opið tjaldið en það var ekkert að sjá nema myrkrið. Hann varð að viðurkenna að auk ofheyrna var hann líka farinn að sjá ofsjónir. í slíkum tilvikum var hjálp í að hafa ljós á kerti eða námulampa. En kerta- birgðirnar þurru fyrr en hann hafði gert ráð fyrir. Hann gat setið og slakað á í myrkrinu en hann gat ekki kannað hellinn án lampa. Þar sem Júrí gerði sér Ijósar hættur neðan- jarðarvölundarhússins, yfirgaf hann aldrei tjaldstaðinn án þess að hafa með sér áttavita og kort þrátt fyrir frá- bært áttaskyn. Æ fleiri nöfn birtust á kortinu af Kristalnaja. Hann gaf sjálfur neðan- jarðarhellunum nöfn: Fíllinn, Steinsúlan, Gotneski salurinn, Steinblokkasalurinn. Eftir nokkurt hik ákvað Júrí að kanna síðastnefnda hellinn. Risavaxnar steinblokkir, sumar allt að 10 metra háar, voru í haugum á hellisgólfinu. Hann vissi vel að ef hann dytti gæti hann fallið 10 metra og að enginn væri til að hjálpa honum ef hann meiddist alvarlega. Þrátt fyrir það hélt hann áfram at- hugunum sínum þótt ekki væri gert ráð fyrir þeim í áætlununum. Það er eitthvað í manninum sem knýr hann til þess að klífa fjöll, þótt hann eigi á hættu að falla niður í hyldýpi og sé að niðurlotum kominn af mæði, og til þess að skríða inn um þröng op þótt hann viti ekkert hvað er fyrir innan. Eitt sinn óð Júrí yfir grunnt vatn í fjarlægum afhelli og var kalkskel ofan á því. Hann vissi að enginn maður hafði nokkru sinni fyrr rofið þessa skel með fætinum og hann var stoltur af því að verða fyrstur manna til þess. Eftir þrjátíu daga þögn bárust Júrí skilaboð I gegnum símann að daginn eftir myndu menn koma niður í hellinn til að sækja hann. Þær fréttir komu honum alveg á óvart. Þegar fólk fréttir að hann hafi búið mánuð einangraður niðri í helli spyrja sumir hve mikið hann hafi fengið greitt fyrir það. Yfirleitt víkur hann sér undan því að útskýra að það hafi verið fyrir forvitni sakir og verk- efnanna að hann eyddi sumarfríinu sínu í hellinum. ★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.