Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 61
VIÐB Ó TAREFNI í SÍGARETTUM
59
með götuðum pappír. Einnig er hægt
að draga úr tjörumagninu með því að
hafa sígarettuna mjórri og setja í hana
minna tóbak. Auk þess er hægt að
nota lengri filtera. Allt dregur þetta
úr tjörumagninu. En filter og aðrar
álxka aðgerðir breyta bragðinu.
Reykurinn verður þurrari og ekki eins
þéttur. FrederickJ. Triest bragðefna-
ráðunautur, sem starfað hefur við
tóbaksframleiðslu í Bandaríkjunum í
áraraðir, segir: „Reykingamenn eru
vanir að draga að sér visst bragð og
reykjarmagn. Ef dregið er úr tjöru-
innihaldinu geta framleiðendur
aðeins bætt mönnum þetta upp með
bragðefnum og ilmi.” Það þýðir með
öðrum orðum að einhverju þarf að
bæta í sígaretturnar.
Árið 1979 fór þáverandi aðstoðar-
heilbrigðismálaráðherra Bandaríkj-
anna, Julius B. Richmond landlækn-
ir, að hafa áhyggjur af gerviefnum
jafnt sem náttúrlegum sem var
bætt í tóbaksvörur. Enda þótt það
síðarnefnda sé venjulegast valið úr
efnaflokkum sem taldir eru skaðlausir
til neyslu fyrir menn kom fram í
skýrslu um reykingar og heilbrigði
sem undirmenn Richmond gerðu að
„ekki var öruggt að svo væri áfram”
þegar efnin tœkju að brenna.
Þar sem hressa þarf upp á bragð af
sígarettum með litlu tjöruinnihaldi
fór Richmond að velta því fyrir sér
hvort framleiðendurnir bættu nú
kannski í sígaretturnar hættulegri
efnum en þeir hefðu verið að taka úr
þeim. Vitað var að í rannsóknum
orsakaði sígaretta með litlu tjöruinni-
haldi alveg eins mörg æxli í dýrum og
sígaretta með mesta tjöruinnihaldi
gerði. í gildi eru lög sem segja að
heilbrigðisyfirvöld skuli kanna ,,þá
áhættu sem kann að vera samfara því
að reyktar séu sígarettur.... sem inni-
halda mörg þau efni sem alla jafna er
í þær bætt.... og gefa síðan þinginu
skýrslu um niðurstöðurnar”. I
framhaldi af þessu skrifaði Richmond
í júlí 1980 sex aðal-sígarettufram-
leiðendunum í Bandaríkjunum og
bað um að fá lista yfir efnin sem fyrir-
tækin notuðu í framleiðslu sína.
Fordæmi fyrir fyrirspurninni var að
finna annars staðar í heiminum.
Stjórnvöld í Kanada og Bretlandi
hafa farið fram á sömu upplýsingar
og fengið þær sem trúnaðarmál varð-
andi þær sígarettutegundir sem fram-
leiddar eru í löndunum tveimur. í
Vestur-Þýskalandi er einnig haft eftir-
lit með því hvaða efnum er bætt í
sígarettur þar.
Richmond var ekki með þessu að
fara fram á að fá upplýsingar um
framleiðsluleyndarmál; hann vildi
aðeins fá lista yfir viðbótarefnin.
Hann fékk kurteisleg svör en engar
sérstakar upplýsingar um efnin sem
bætt hefur verið í bandarísku sígarett-
urnar.
Öðru bréfi, sem skrifað var í
nóvember 1980, var svarað á svipaðan
hátt, án tæmandi upplýsinga, frá
tveimur fyrirtækjum, American
Tobacco og Brown & Williamson.
Þessi fyrirtæki sendu Richmond afrit