Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 75

Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 75
72 og nam staðar við strönd víðáttumik- ils vatns. Ég kom auga á fallega, rennilega, svarta eikju í nokkurra feta fjarlægð á vatninu. Þar stóð Thesiger. Fjórir ungir arabar, sem með honum voru, komu til mín og heilsuðu mér. ,,Þessir piltar eru vatnaarabar,” sagði Thesiger. ,,Þeir munu sjá um þig. Stígðu inn í miðja eikjuna, annars hvolfir þú henni.” Arabarnir stungu árunum niður í ljóst, brún- leitt vatnið og við þutum af stað. Fljótlega vorum við komnir inn í annan heim, villugjarnan heim: á að giska 15.000 ferkílómetra að stærð. Ég leit niður og sá í vatninu glitrandi fiska og smádýr. ,,Þetta eru vötnin,” sagði Thesiger. Næstu dagar voru töfrandi. Stund- um brutumst við út úr sefjaskógun- um inn í stór glitrandi og sólbökuð lón. Við sáum vatnamenn, eða madan, standa í stefni báta sinna með löng fimmtinda flskispjót í hendinni, eins og spjótkastara úr ævagamalli veggskreytingu. Við dvöldum í vatnaþorpum þar sem þarf bát til að komast frá einu sefhúsinu til annars. Húsin sitja á vatninu, eins og rithöfundur einn lýsti þeim, ,,eins og floti af léttum bátum sem liggja fyrir akkeri í lygnum sjó”. Náttúrufegurð staðarins var yfir- þyrmandi. Svart- og hvítflekkóttir vaðfuglar köfuðu eftir bráð sinni allt í kringum okkur, storkahópar svifu hátt fyrir ofan okkur, snjóhvítar þyrpingar af pelikönum veiddu í lónunum og alltaf sást örn á himnin- Dœmigert fynr fenjalöndm. Al Quabab er byggt á röð af tilbúnum eyjum. Innfellda myndm: Sveigjan- legt sefið er gott byggingarefm. Súmerar voru fyrstu raunverulegu íbúar suðurhluta íraks. Þeir komu um 3000 árum f.Kr., blönduðust þeim þjóðflokkum sem voru þarna fyrir og byggðu við og í vötnunum einstæða menningu. Súmersku borgríkin voru mikilúðleg og þróuð mannvirki með musterum og varnarvirkjum og hverju ríki fyrir sig var stjórnað af konungi. um. Sefin sem við sigldum hjá iðuðu af villtu lífi: otrum, villisvínum og hegrum. Og oft rauf djúp mannsrödd þögn- ina — rödd ungs vatnaaraba að syngja ástarljóð um leið og hann skar ■ tágamar. í hinum stórfenglega ein- manaleika staðarins, sem samkvæmt þjóðsögunni varð til á þann hátt að guðinn Enlil „byggði pall úr sefi á vatnsfletinum, skapaði síðan rykið og þyrlaði því í kringum pallinn og skap- aði þannig heiminn,” er aðaltil- finningin einhver stórkostleg þrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.