Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 47
45
PETUR, ,,BORGARSTJORIBRIDGEHAMPTON”
þetta væri hans staður. Þarna var
hann mestallan daginn. Um sólsetur
sagði ég honum að fara aftur á
bensínstöðina en hann neitaði að
fara. „Sjáðu til, herra borgarstjóri,”
sagði ég. ,,Ég var búinn að lofa
sjálfum mér því að fá mér aidrei aftur
annan hund.” Þegar hann leit á mig
þóttist ég viss um að hann skildi hvað
ég hafoi sagt. En hann hreyfði sig
ekki. Pétur ætlaði að búa hjá mér.
Þess vegna á ég núna annan hund
og ekki líkist hann fyrri labradornum.
Þegar ég hendi einhverju handa
honum að sækja horfir hann bara á
mig, rétt eins og svona kúnstir séu
fyrir neðan hans virðingu. Hann er
líka eini labradorinn sem ég hef
kynnst sem er ekki hrifinn af vatni.
Ég reyndi að kenna honum að aka,
rétt eins og Skip gamla, en það var
heldur ekki hægt. Ekki það að hann
sé latur; það er fremur að hann hafi
forréttindi. Hann hreyfir sig af yfir-
vegaðri rósemi sem jaðrar við tignar-
leik. Það rann upp fyrir mér að Pétur
vissi að hann væri borgarstjóri.
Mestum hluta dagsins eyðir hann
meðal kjósenda sinna í bænum.
Morgun einn ákvað ég að elta hann
án þess að láta hann verða þess varan.
Fyrst át hann hálfa dós af hundamat í
morgunverð, síðan lagði hann af stað
niður götuna og hélt sig í skuggum
gríðarmikilla eikar- og álmtrjáa á leið
sinni niður í Aðalgötu. Án þess að
láta mikið fara fyrir mér elti ég hann í
um fimmtíu metra fjarlægð. Fyrst
stansaði hann fyrir framan pólsku
verslunina og heilsaði upp á mennina
sem héngu fyrir framan hana. ,,Þarna
er borgarstjórinn! ” hrópaði einn
þeirra og Pétur heilsaði hverjum og
einum. Svo settist hann og fylgdist
um stund með bílunum sem óku um
götuna. Stór hundur, Kató, sem
kallaður er „lögreglan hans Péturs”,
kom fyrir hornið, settist hjá Pétri og
saman virtu þeir fyrir sér horfur
dagsins — kannski nokkurs konar
morgunfundur stjórnendanna.
Ég sá Pétur rísa á fætur og fara yfir
götuna að búðinni þar. Hann ýtti
hurðinni upp með trýninu og gekk
inn til að hitta eigandann, Emil.
„Góðan daginn, yðar tign,” heyrði
ég að Emil sagði. Pétur snasaði af
fegrunarsmyrslum nokkra stund,
síðan beið hann kurteis eftir því að
Emil gæfí honum piparmyntutöflu.
I hæfilegri fjarlægð fylgdi ég
honum að byggingarvörubúð. Þegar
hann var næstum kominn þangað
stansaði hann og lék sér smástund við
nokkur börn. Svo heilsaði hann
aðeins upp á fólkið sem stóð í biðröð
við atvinnuleysisskrifstofuna. Síðan
var hann kominn inn í snyrtivörubúð
og daðraði við konurnar. Því næst fór
hann á alla fjóra barina til að sýna
árrisulum bjórdrykkjumönnum að
hann veitti þeim hluta af athygli
sinni. Á meðan ég faldi mig bak við
tré fylgdist ég með því er hann beið
hinum megin við götuna hjá Sælkera-
eldhúsinu til að heilsa upp á fram-
haldsskólanemendur sem áttu kaffi-
hlé um þetta leyti; einn þeirra klóraði