Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
^Úr tjeimi lækficivísÍTjdanija
Á HEILIDRYKKJUMANNA SÉR
VIÐREISNAR VON?
Hingað til hefur verið staðhæft að
sjúkleg áfengisneysla valdi óbætan-
legum heilaskaða. En nú fullyrða
tveir kandadískir vísindamenn að ein-
hver hluti af skemmdum heilafrum-
um geti öðlast starfshæfni á ný ef
drykkjumaðurinn hættir að drekka.
Ekki að heilar heilafrumur (nevrónur)
lifni við heldur að grönnu strengirnir
(dentrittarnir), sem flytja boð til
heilafrumanna, endurnýist og geti
meira að segja haldið áfram að
þróaast. Þetta er þó háð því að þeir
hafi ekki skaðast of illa af áfengis-
neyslunni.
Þessar kenningar eru byggðar á röð
heila „skönnunar” (brain-scanning)
á átta sígengum alkóhóhstum sem
vom til meðhöndlunar á sömu af-
vötnunarstöðinni. Sex hættu að
drekka en tveir héldu áfram. Fyrsm
,,skönnunar”-myndirnar sýndu rýrn-
un á heilaþykkmnu og stór holrúm í
heila fjögurra þeirra sem hættu að
drekka. Endurtekin skönnun fjórum
mánuðum seinna sýndi að holrúmin
höfðu minnkað og heilaefnið aukist.
Þeir tveir sem enn drukku komu eins
út í báðum tilvikum. Hjá þeim tveim
sem hættu að drekka, en skönnun
sýndi ekki breytingu á, reyndist með
margvíslegum prófunum unnt að
sýna fram á að heilinn starfaði mun
betur eftir að þeir hættu að drekka.
„Þetta er í fyrsta sinn sem vísinda-
menn hafa séð heilauppbyggingu
eiga sér stað eftir að heilarýrnun hefur
einu sinni orðið,” segir einn vísinda-
mannanna, Peter Carlen læknir.
Þessar rannsóknir geta skýrt hvers
vegna margir fyrrverandi alkóhólista
endurheimta smám saman verulegan
hluta af minni sínu, ályktunarhæfi-
leika og samræmingargetu.
AP
ÍÞRÖTTIR OG TÍÐIR
Það hefur lengi verið alþekkt fyrir-
brigði að ballettdansmeyjar hafa ekki
tíðir mánaðarlega eins og aðrar konur.
Nú þegar fleiri og fleiri konur hafa
tekið upp keppnisíþróttir hefur
einnig komið í ljós að langhlauparar,
fimleikakonur, skautameyjar og aðrar
sem stunda krefjandi íþróttir eiga líka
við tíðatruflanir að stríða.
Við læknisrannsókn á 100 konum,
sem allar stunduðu hlaup, kom í ljós
að 17 af þeim höfðu alls ekki á klæð-
um eða aðeins sjöttu hverja viku. Af
25 konum, sem æft höfðu hlaup með
ólympíukeppni í huga, höfðu fjórar
ekki haft blæðingar í meira en ár og