Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 87
HVER MYRTINAPÓLEON?
85
Austurindíafélagsins. Hún er 1750
mílur frá Höfðaborg í Suðurafríku,
1800 mílur frá Suðurameríku, 4000
mílur frá Englandi. Næsta land,
Ascensioneyja, er í 700 mílna fjar-
lægð og eins og St. Helena er hún
ekki annað en eldgígur í reginhafi.
Hvorar tveggja eyjarnar eru í eigu
Breta. Það var einangrun St. Helenu
sem réð því að Englendingar höfðu
valið hana sem dvalarstað Napóleons
í þessari síðari útlegð.
A þessari litlu eyju, sem er aðeins
um 17 kílómetrar á lengd og 10,5 á
breidd, voru á þessum tíma fjögur
þúsund íbúar, þar með talið 1000
manna herlið (sem nú átti að þrefalda
vegna dvalar Napóleons). Keisarinn
kom þangað 17. október 1815 og
dvaldi fyrst í gestahúsi í eigu William
Balcombe, skipaumboðsmanns og
vistastjóra hjá Austurindíafélaginu.
Sex manna Balcombe fjölskyldan lét
fara vel um sig í húsi sem kallaðist
The Briars (villirósirnar) og stóð uppi
í hæðunum. Mörgum árum seinna
gaf Betsy Balcombe út minningar
sínar um þessa minnisverðu daga
þegar hún var 15 ára og Napóleon var
gestur þeirra:
Mikið man ég vel hvernig hjá
mér blönduðust saman ótti og
aðdáun þegar ég sá fyrst mann-
inn sem ég hafði lært að óttast
svo mjög. Hann birtist ríðandi
á hesti, fyrirmannlegur og
mikilúðlegur. Hesturinn sem
bar hann var stórfengleg
skepna, hrafnsvartur og tígu-
legur, og þegar hann stikaði
reistur upp heimreiðina fannst
mér hann sæma vel manninum
sem einu sinni stjórnaði nær
allri Evrópu!
Ég hef aldrei séð jafnáber-
andi svipmikinn mann. Myndir
af honum gefa góða hugmynd
um andlitsfall hans en brosið,
tjáningin í augunum, hvorugt
þetta var hægt að festa á striga.
En 1 þessu voru persónutöfrar
Napóleons aðallega fólgnir.
Stúlkan sem Napóleon sá var lag-
leg, kinnarjóð og í þann veginn að
breytast úr renglulegum unglingi í
mjúkvaxna konu. Hún var venjulega
með sólhatt yfir óstýrilátu, ljósu
hárinu, í blússu með kniplingakraga
og stuttu pilsi yfir síðbuxum með
áfestum sokkum — en þessi tíska var
Napóleoni svo á móti skapi, að því er
hann sagði henni slðar, að hann hefði
látið banna hana væri hann landstjóri
á eynni.
Sérstæð vinátta myndaðist milli
keisarans fyrrverandi og unglings-
stúlkunnar á eynni þótt aðeins fjórir
mánuðir væru liðnir frá orrustunni
um Waterloo. Þrátt fyrir aldurs-
muninn og ólíkt þjóðerni uppgötv-
uðu Napóleon og Betsy að kímnigáfa
þeirra var mjög svo áþekk.
Skömmu eftir að hann kom
fengum við litla stúlku í heim-
sókn. Veslings barnið hafði