Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 12
10
LJRVAL
leitt að hann væri að koma. Hjarta
mitt fann til samkenndar með hon-
um vegna þess að hann var allt í einu
sonur minn og minn eiginn andi, sál
okkar allra — rekin áfram, ófrá-
víkjanlega rekin áfram af þessu árlega
kalli: ,,Komdu heim!”
Það hlýtur að liggja djúp sálræn
ástæða til þess að við skulum hnapp-
ast heim, með þessu móti, á þessum
árstíma. Kannski erum við að leika, á
okkar hátt, gömlu söguna um karl,
konu og barn með asnann sinn sem
þokast áfram í átt til ákvörðunarstað-
ar. Það var nauðsynlegt fyrir Jósep að
fara til fæðingarborgar sinnar. Hin
langa, örðuga leið yfir fjöll Júdeu var
ltka ferð ltfsins til fæðingar.
Það er því kannski ekki undarlegt
að jólin dragi okkur heim. Á vissan
hátt erum við ltka að halda upp á
okkar tigin fæðingu, ferð okkar inn í
lífið, þegar við hittum foreldra okkar.
Fyrstu jólin okkar voru með fólki sem
elskaði okkur.
Barnið sem fæddist á fyrstu jólun-
um varð að manni sem kenndi okkur
mikilsverða hluti. En boðskapurinn
sem hefur skilið eftir langvarandi
áhrif og mesta von og huggun er
þessi: Við eigum heimili til að fara
til, það verður frum-heimkoma, stað-
ur þar sem við verðum að eilífu sam-
einuð þeim sem okkur eru kærastir.
★
Það var komið miðnætti. Næturvörðurinn í íburðarmiklu lögfræði-
skrifstofubyggingunni stóð neðst í stiganum er hann sá skuggalega
veru. Hann tók upp byssuna. Skuggalega veran gerði það sama.
Vörðurinn hleypti af og eyðilagði dýrindis spegil.
,,En eitt vil ég segja þér,” sagði vörðurinn við húsbónda sinn dag-
inn eftir. , ,Ég rak hann á flótta. ’ ’
D.R.
Nokkrir fréttamenn voru staddir á bar í Honululu þegar síminn
hringdi. Barþjónninn tilkynni að þetta væri langlínusamtal frá New
York City og að sá sem á línunni væri vildi tala við alla viðstadda.
Maður nokkur tók símann, hlustaði og hló svo hressilega um leið og
hann lét símann ganga til þess næsta. Þannig gekk hann um allan
barinn. Meðan ég fylgdist með þessu spurði ég hvað væri um að
vera. ,,Það er þannig,” var svarið, ,,að þessi maður í New York
heyrði nýjan brandara en það var sama hverjum hann sagði hann,
allir höfðu heyrt hann. Þess vegna valdi hann sér fjarlægasta stað frá
New York í þeirri von að brandarinn hefði ekki borist þangað.” Og
það hafði hann ekki.
A.L.