Úrval - 01.11.1982, Side 87

Úrval - 01.11.1982, Side 87
HVER MYRTINAPÓLEON? 85 Austurindíafélagsins. Hún er 1750 mílur frá Höfðaborg í Suðurafríku, 1800 mílur frá Suðurameríku, 4000 mílur frá Englandi. Næsta land, Ascensioneyja, er í 700 mílna fjar- lægð og eins og St. Helena er hún ekki annað en eldgígur í reginhafi. Hvorar tveggja eyjarnar eru í eigu Breta. Það var einangrun St. Helenu sem réð því að Englendingar höfðu valið hana sem dvalarstað Napóleons í þessari síðari útlegð. A þessari litlu eyju, sem er aðeins um 17 kílómetrar á lengd og 10,5 á breidd, voru á þessum tíma fjögur þúsund íbúar, þar með talið 1000 manna herlið (sem nú átti að þrefalda vegna dvalar Napóleons). Keisarinn kom þangað 17. október 1815 og dvaldi fyrst í gestahúsi í eigu William Balcombe, skipaumboðsmanns og vistastjóra hjá Austurindíafélaginu. Sex manna Balcombe fjölskyldan lét fara vel um sig í húsi sem kallaðist The Briars (villirósirnar) og stóð uppi í hæðunum. Mörgum árum seinna gaf Betsy Balcombe út minningar sínar um þessa minnisverðu daga þegar hún var 15 ára og Napóleon var gestur þeirra: Mikið man ég vel hvernig hjá mér blönduðust saman ótti og aðdáun þegar ég sá fyrst mann- inn sem ég hafði lært að óttast svo mjög. Hann birtist ríðandi á hesti, fyrirmannlegur og mikilúðlegur. Hesturinn sem bar hann var stórfengleg skepna, hrafnsvartur og tígu- legur, og þegar hann stikaði reistur upp heimreiðina fannst mér hann sæma vel manninum sem einu sinni stjórnaði nær allri Evrópu! Ég hef aldrei séð jafnáber- andi svipmikinn mann. Myndir af honum gefa góða hugmynd um andlitsfall hans en brosið, tjáningin í augunum, hvorugt þetta var hægt að festa á striga. En 1 þessu voru persónutöfrar Napóleons aðallega fólgnir. Stúlkan sem Napóleon sá var lag- leg, kinnarjóð og í þann veginn að breytast úr renglulegum unglingi í mjúkvaxna konu. Hún var venjulega með sólhatt yfir óstýrilátu, ljósu hárinu, í blússu með kniplingakraga og stuttu pilsi yfir síðbuxum með áfestum sokkum — en þessi tíska var Napóleoni svo á móti skapi, að því er hann sagði henni slðar, að hann hefði látið banna hana væri hann landstjóri á eynni. Sérstæð vinátta myndaðist milli keisarans fyrrverandi og unglings- stúlkunnar á eynni þótt aðeins fjórir mánuðir væru liðnir frá orrustunni um Waterloo. Þrátt fyrir aldurs- muninn og ólíkt þjóðerni uppgötv- uðu Napóleon og Betsy að kímnigáfa þeirra var mjög svo áþekk. Skömmu eftir að hann kom fengum við litla stúlku í heim- sókn. Veslings barnið hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.