Úrval - 01.11.1982, Side 61

Úrval - 01.11.1982, Side 61
VIÐB Ó TAREFNI í SÍGARETTUM 59 með götuðum pappír. Einnig er hægt að draga úr tjörumagninu með því að hafa sígarettuna mjórri og setja í hana minna tóbak. Auk þess er hægt að nota lengri filtera. Allt dregur þetta úr tjörumagninu. En filter og aðrar álxka aðgerðir breyta bragðinu. Reykurinn verður þurrari og ekki eins þéttur. FrederickJ. Triest bragðefna- ráðunautur, sem starfað hefur við tóbaksframleiðslu í Bandaríkjunum í áraraðir, segir: „Reykingamenn eru vanir að draga að sér visst bragð og reykjarmagn. Ef dregið er úr tjöru- innihaldinu geta framleiðendur aðeins bætt mönnum þetta upp með bragðefnum og ilmi.” Það þýðir með öðrum orðum að einhverju þarf að bæta í sígaretturnar. Árið 1979 fór þáverandi aðstoðar- heilbrigðismálaráðherra Bandaríkj- anna, Julius B. Richmond landlækn- ir, að hafa áhyggjur af gerviefnum jafnt sem náttúrlegum sem var bætt í tóbaksvörur. Enda þótt það síðarnefnda sé venjulegast valið úr efnaflokkum sem taldir eru skaðlausir til neyslu fyrir menn kom fram í skýrslu um reykingar og heilbrigði sem undirmenn Richmond gerðu að „ekki var öruggt að svo væri áfram” þegar efnin tœkju að brenna. Þar sem hressa þarf upp á bragð af sígarettum með litlu tjöruinnihaldi fór Richmond að velta því fyrir sér hvort framleiðendurnir bættu nú kannski í sígaretturnar hættulegri efnum en þeir hefðu verið að taka úr þeim. Vitað var að í rannsóknum orsakaði sígaretta með litlu tjöruinni- haldi alveg eins mörg æxli í dýrum og sígaretta með mesta tjöruinnihaldi gerði. í gildi eru lög sem segja að heilbrigðisyfirvöld skuli kanna ,,þá áhættu sem kann að vera samfara því að reyktar séu sígarettur.... sem inni- halda mörg þau efni sem alla jafna er í þær bætt.... og gefa síðan þinginu skýrslu um niðurstöðurnar”. I framhaldi af þessu skrifaði Richmond í júlí 1980 sex aðal-sígarettufram- leiðendunum í Bandaríkjunum og bað um að fá lista yfir efnin sem fyrir- tækin notuðu í framleiðslu sína. Fordæmi fyrir fyrirspurninni var að finna annars staðar í heiminum. Stjórnvöld í Kanada og Bretlandi hafa farið fram á sömu upplýsingar og fengið þær sem trúnaðarmál varð- andi þær sígarettutegundir sem fram- leiddar eru í löndunum tveimur. í Vestur-Þýskalandi er einnig haft eftir- lit með því hvaða efnum er bætt í sígarettur þar. Richmond var ekki með þessu að fara fram á að fá upplýsingar um framleiðsluleyndarmál; hann vildi aðeins fá lista yfir viðbótarefnin. Hann fékk kurteisleg svör en engar sérstakar upplýsingar um efnin sem bætt hefur verið í bandarísku sígarett- urnar. Öðru bréfi, sem skrifað var í nóvember 1980, var svarað á svipaðan hátt, án tæmandi upplýsinga, frá tveimur fyrirtækjum, American Tobacco og Brown & Williamson. Þessi fyrirtæki sendu Richmond afrit
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.