Úrval - 01.11.1982, Síða 53

Úrval - 01.11.1982, Síða 53
MONTE ALBÁN — BORG GUÐANNA 51 risið musteri, verið lagðar stéttir — og neðanjarðar lágu göng sem prestarnir gátu annaðhvort horfið inn í eða komið skyndilega út úr og birst mannfjöldanum sem var kominn til þess að tilbiðja guðina. I miðjunni var Torgið mikla en umhverfis það stóðu píramídarnir og alls konar stallar. Svo gerðist það sama hjá zapot- ekunum og öllum öðrum menningar- þjóðum fyrr og síðar, það tók að halla undan fæti fyrir þeim. Þeir hættu að byggja og síðan yfirgáfu þeir algjör- lega borg guðanna. Nýtt og harð- snúnara fólk kom í þeirra stað, mix- tekarnir, sem fluttust í dalinn og annað glæsitímabil Monte Albán rann upp og tilheyrði þeim. Myndskreytingar- tímabilið Skýjafólkið hafði lrtinn áhuga á byggingarlist, skorti hugsjónaeld zapotekanna. En engin þjóð frá því fyrir daga Kólumbusar jafnaðist á við það á sviði gullsmíða og skartgripa- gerðar. Mixteki gat unnið nætur og daga að því að sverfa niður jaðestein svo varla sást nokkur munur lengi vel, þar til í lokin varð til meistaralega vel gerður skartgripur. Alfonso Caso fann bikar í sjöundu gröfinni sem búinn var til úr kristalsteini sem er eitt af hörðustu efnum sem þekkist. Þrátt fyrir það var bikarinn aðeins hálfur cm á þykkt. Nákvæmnisverk sem þetta hefði verið nógu erfitt fyrir nútímasteinsmið með öllum þeim tækjum sem hann hefur yfir að ráða, svo ekki sé talað um hvílíkt verk það hefur verið fyrir hinn óþekkta mixteka sem tókst að vinna það með sínum einföldu steinverkfærum. Mixtekarnir höfðu viðkomu á Monte Albán í nokkur hundruð ár og þar grófu þeir listaverk sín og hina látnu t gröfum zapotekanna. I lokin, þegar þeim hefur kannski verið orðið ljóst að ríki þeirra yrði ekki eilíft, tóku þeir að semja lög, skráðu bækur á dádýrsskinn sem teiknaðar voru í myndir og nákvæmar lýsingar skráðar ár fyrir ár af sögu mixtekanna. Það gengur kraftaverki næst að þessar bækur skuli hafa varðveist. Caso tókst að ráða hinar mynd- skreyttu sögur og þegar hann hafði stillt saman dagatal mixtekanna og okkar eigið gat hann rakið söguna aftur til ársins 692 eftir Krist. Hann fann einnig helstu stjórnendur mix- tekanna, sá virtasti hafði verið stríðs- konungurinn Átta dádýr sem fæddur var árið 1011 og dó 1063. Hann háði margar orrustur og kvæntist nokkrum sinnum áður en óvinir hans fórnuðu honum á altari guðanna. Lifandi rústir Þegar Spánverjar komu til nýja heimsins voru það aðeins þeir látnu sem byggðu borg guðanna og reyndar fáeinir lifandi ofstækistrúarmenn að auki. Hvers vegna? Hafði Skýjafólkið þurrkast út í farsótt eða hafði það látið lífið í einhverjum náttúruham- förum? Hafði einhver landkönn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.