Úrval - 01.11.1982, Side 25

Úrval - 01.11.1982, Side 25
RISINN GÖTHE 23 og „Singspiele” (söngleiki) Mozarts. Hann sá um æfíngar, stjórn, leik- mynd og lék jafnvel aðalhlutverkið í einu leikrita sinna og var í essinu sínu í þessu öllu. En ef eitthvað fór úr- skeiðis gat hann orðið öskureiður. ,,Ekki hlæja,” öskraði hann eitt sinn úr stúkunni sinni þegar áhorf- endur flissuðu á sýningu á lélegu leik- riti. Þegar Göthe var 57 ára kvæntist hann Christiane Vulpius, léttúðugri konu, en hélt þó tryggð við hana í 18 ár. Þau eignuðust soninn August. Göthe lifði þau bæði. Síðustu ár ævinnar dvaldi Göthe í ágætu húsi sem hertoginn gaf hon- um. Þar hafði hann málverkin sín, grasa- og dýrafræðisafn sitt, steina- safn, sjaldgæfa peninga og bækur. Mestu andans menn aldarinnar heim- sóttu hann, svo sem Beethoven, Napóleon og Heine. Á unga aldri var hann grannur en fítnaði með aldrin- um. Á gamals aldri grenntist hann síðan aftur. Höfðinglegt fas hans leið fyrir það hvað hann var stuttfættur en vegna þess sýndist hann hærri en hann var. Hann var myndarlegur með hátt enni, beint nef, munnfríður og arnfrátt augnaráðið fór ekki fram hjá neinum sem hitti hann. Göthe ólgaði af lífsorku, hann var fyndinn r orð- ræðum og virðulegur eins og hæfði yfirburða gáfumanni. Hann vann til æviloka, klæddur hvítum morgun- sloppi og skrifaði með fjaðrapenna. Miklir hæfileikar Hvernig getur einn maður verið jafnmargslunginn? Göthe sagði eitt sinn: ,,Sumt fólk gengur í huganum á sjö mílna skóm og kemst jafnlangt t tveim skrefum og venjulegt fólk á einum degi. ’ ’ Það er enginn vafi á því að einbeiting Göthes var gífurleg. En hann hafði vit á að temja hugarflug sitt. Hann forðaðist stórborgir en settist þess í stað að t Weimar þar sem umhverfið var mannlegt. I góðviðr- inu þar blómstraði andi hans. Skömmu fyrir dauða sinn fór hann með tvö barnabörn sín upp í fjalla- kofa sem hann hafði gist 51 ári áður og sýndi þeim ljóð sem hann hafði krotað á vegg. Það er kyrrð í hæðunum. Golan bærir varla limið í trjátoppun- um. Fuglasöngurinn er þagnaður. Hafðu biðlund, nógu fljótt leggstu sjálfur til hvíldar. Hann dó sitjandi t hægindastól í svefnherberginu sínu. Ottilie, tengdadóttir hans, sem þá var orðin ekkja, var hjá honum. Þetta gerðist 22. mars. Vorið var í nánd. Síðustu orð hans í þessu lífi voru, að sagt er: ,,Meiri birtu.” +
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.