Úrval - 01.11.1982, Síða 18

Úrval - 01.11.1982, Síða 18
16 ÚRVAL Synir mínir voru orðnir nokkuð einráðir. Þegar þeir komu sér fyrir í bílnum var það bara Felix sem sýndi áhuga. Luke sætti sig við þetta. Ben var í uppreisnarhug. Til að halda hátíðlegan „sigur” pabbans yfir þvermóðsku sonanna setti ég upp stóran, úr sér genginn stráhatt. Strákarnir andmæltu og lokuðu augunum. En Joan, konan mín, brosti, hún hlakkaði til svalans í Mona Vale og til að sjá Söru busla í sjónum. Klukkan var orðin hálfsjö þegar við komum til strandarinnar. Nokkrar hræður, aðallega börn, voru enn að synda og nokkrir voru á brimbrettum spölkorn í burtu. Við sáum engin merki þess að þarna væri nokkurt eftirlit með ströndinni eða sundverð- ir. Meðan Joan slakaði á í sandinum og ég lék mér við Söru í polli milli klettanna komu strákarnir sér burt. Þeir syntu langt út með ströndinni til að sanna öðrum baðgestum að þeir væru ekki í félagsskap foreldra sinna og sjósettu svo brimbrettið sem þeir áttu í félagi. Ben og Luke voru slyngir sundmenn. Það var nokkuð síðan ég gafst upp á að þylja yfir þeim varnarorð um að halda sig innan merktra flagga á sundsvæðinu, hafa gát á straumnum og undiröldu og fara ekki of langt út. Þessa dagana talaði ég um líkamshreysti. Ég sagði þeim að sá háttur þeirra að liggja í sandin- um og spenna vöðvana fyrir vinstúlk- ur sínar yki ekki á sundþol þeirra. Þegar eldri strákarnir komust að því að öldurnar voru ómögulegar leyfðu þeir Felix að fá brettið. Þeir settust ólundarlegir upp í sandinn og biðu þess að fá að fara heim. Á meðan skemmtu þeir sér yfir árangurslausum tilraunum bróður þeirra til að hemja brimbrettið. Þeir voru búnir að steingleyma því að á sama aldri var þetta einnig þeirra vandamál. Felix var rétt byrjaður að spreyta sig við brimbretti og varð að hleypa 1 sig kjarki til að leggja í öldurnar. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta ákjósanlegur endir á jóladegi. Dóttir mín buslaði ánægð í pollinum; eldri drengirnir voru rólegir og ánægðir þrátt fyrir þolinmæðina sem þeir urðu að sýna; Felix var að fá sjálfstraust á brettinu. Sólin var appelsínulit kúla sem blindaði augu okkar og sendi langa, furðulega skugga inn á ströndina. Ekki langt frá okkur voru tveir menn á mínum aldri, í kringum fertugt, og fjögur börn á aldrinum 8_til 12 ára að vaða og steypa sér inn í öldufaldinn sem gekk upp á ströndina. Umhverfið var næstum fullkomin póstkortsmynd frá jóladegi í Ástralíu. Ég skildi Söru eftir hjá mömmu sinni og stökk út í æðandi ölduna, síðasta sprett áður en við héldum heim. Hinum megin við ölduna kom ég auga á mennina tvo með börnin fjögur. Þau voru í hnapp, eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Ég fylltist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.