Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 34
Aflfræðistofa
Meginstarfssvið aflfræðistofu eru undirstöðu- og hagnýtar rannsóknir í aflfræði (applied mechanics).
Áhersla er lögð á jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði, þar með talin burðarþols- og sveiflugreining mann-
virkja og annarra aflrænna kerfa. Einnig er fengist við jarðvegs- og bergsaflfræði, hafverkfræði og mæli- og
tölvutækni.
Stofan annast umfangsmiklar jarðskjálftamælingar á Suðurlandi og Norðurlandi. Annars vegar er um að ræða
mælanet sem ætlað er að skrá yfirborðshröðun í stærri skjálftum, og hins vegar fjölrása mælikerfi í nokkrum
stærri mannvirkjum, sem ætlað er að skrá hreyfingar þeirra í skjálftum. Mæligögn frá þessum kerfum hafa ver-
ið notuð til að þróa verkfræðileg líkön af jarðskjálftum og áhrifum þeirra á mannvirki.
Þá hefur stofan fengist við margþættar mælingar á vindhraða, vindálagi og vindsvörun mannvirkja í lengri og
skemmri tíma. Vindgögnin hafa m.a.
verið notuð við tölfræðilega lýsingu
vinds á þeim stöðum sem mælt hef-
ur verið á.
Meðal annarra verkefna má nefna:
rannsóknirá jarðvá, hættumat, kerfis-
greiningu mannvirkja, rannsóknir á
sveiflueiginleikum jarðefna, rann-
sóknir á aflfræðilegum eiginleikum
vegagerðarefna, sveiflu- og burðar-
þolsfræði flókinna virkja, ólínuleg
greining, áhættugreining mannvirkja
og kerfa, jarðskjálftaeinangrun brúa,
mælingar á titringi frá sprengingum
og tölvustudd hönnun. Nú er í undir-
búningi stórt verkefni um forvarnir
gegn jarðskjálftavá á Suðurlandi.
KerFisverkFræðistoFa
Rannsóknasviðin eru stjórn-, stýri- og samskiptatækni, leið-
sögu- og staðsetningartækni, gagnasamskipti, gagnaúr-
vinnsla, mælitækni og margmiðlun. Kerfisverkfræðistofa þró-
aði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í samvinnu við
Slysavarnafélagið. Sama kerfi hefur einnig verið útfært fyrir
flugvélar og landfarartæki.
Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið mikil undanfarin ár.
Þróað var skeytadreifingarkerfi sem verið hefur í notkun síð-
an 1981. Þróun ratsjárgagnavinnslukerfis hófst 1986 og hefur
verið í notkun hjá Flugmálastjórn um nokkurt skeið. Ratsjár-
gögn hafa verið greind og gerð líkön af skekkjum ratsjáa, með
tilliti til framsetningar á fjölratsjárgögnum. í því verkefni hef-
ur verið unnið að þróun aðferða við að blanda saman mæling-
um frá mismunandi skynjurum með Kalman síun. Hagkvæmisathuganir hafa verið gerðar fyrir ratsjár á
Hornafirði (1984) og á Grænlandi 1993-4. Ennfremur var gerð athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt stað-
setningareftirlit flugvéla.
Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við stofuna. Sam-
vinna hefur verið við Hitaveitu Reykjavíkur og Verkfræðistofuna Rafhönnun h/f um gerð hermis af Nesja-
vallavirkjun. Þróaður hefur verið flugumferðarhermir og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmála-
stjórn íslands, Integra Consult (danskt ráðgjafafyrirtæki) og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig hefur verið
þróaður hermir af járnblendiofnum í samvinnu við íslenska Járnblendifélagið h/f. Enn fremur hefur verið unn-
ið að framhaldsverkefnum nemenda á sviði ofnstýritækni hjá íslenska járnblendifélaginu h/f.
Verkefni studd aF Evrópubandalaginu.
Síðla árs 1995 hóf Kerfisverkfræðistofa þátttöku í nýju verkefni, styrktu af ESB í samvinnu við Póst og Síma
og Nýherja hf. á sviði upplýsingatækni og margmiðlunar. Ennfremur hófst nýtt verkefni, lifandi veðurvarp, í sam-
vinnu við Veðurstofuna, Flugmálastjórn, Vegagerðina og Slysavarnafélagið á árinu 1995.